Skírnir - 01.01.1976, Page 211
SKÍRNIR
BÓKMENNTIR OG KVENFRELSI
209
sem þær mótmæla því. En það er bara Feilnóta i fimmtu sinfóni-
unni sem sýnir ástardrauminn sem falska vitund og hindrun
fyrir frelsun kvenna.
Þótt úrtakið sé of lítið til nokkurs verulegs samanburðar á
verkum karlrithöfunda og kvenrithöfunda, má þar greina nokk-
ur athyglisverð atriði sem benda til mismunandi vitundar þeirra.
í kvennabókunum báðum er lögð mikil áhersla á móðurhlut-
verkið, sem varla er fyrir hendi í karlabókunum. Báðar benda
kvennabækurnar á barnið sem lausn, og það eru ekki bara kven-
persónurnar sem hafa áhuga á að eignast barn, heldur er áhugi
þeirra yfirfærður á karlpersónur. Með þessu árétta þær mikil-
vægi móðurhlutverksins, og barnið verður eins konar fram-
leiðsla sem konur einar geta innt af hendi. Þannig sjá konur
þjóðfélagslegt hlutverk sitt í barneignum. Karlabækurnar aftur
á móti líta á konur frá meira kynferðislegu sjónarliorni, og lausn
þeirra liggur um ungar stúlkur. Afstaðan milli móðurhlutverks
og ástkonuhlutverks virðist eftir þessu að dæma vera með
nokkuð öðru móti í kvennabókum en karlabókum.
Hvað varðar aðra líffræðilega starfsemi kvenna, er það mjög
áberandi að kvennabækurnar taka fyrir blæðingar, getnaðar-
varnir og fóstureyðingar eða fósturlát, atriði sem ekki eða varla
koma fyrir í karlabókum. Blæðingar eru í báðum kvennabók-
unum eitthvað neikvætt, á báðum stöðum koma þær fyrir í
sambandi við karlmenn, „ég mundi skyndilega eftir óhagstæðri
líkamsstarfsemi minni“ (Útrás 57), og einnig sem merki um
langþráða þungun. Pillan kemur við sögu í báðum bókunum,
og þá í sambandi við að vera eða vera ekki á pillunni. Fóstur-
eyðing kemur fyrir í Útrás sem sektartilfinning og blóðtrefjar
í skólpfötu. Samræmingartilhneiging Holdsins leyfir ekkert svo
gróft sem fóstureyðingu, en í stað þess koma fyrir þrjú fósturlát
af slysförum. í karlabókunum kemur fóstureyðing fyrir í Eftir-
þönkum Jóhönnu í eins konar aukasetningu eins og ekkert sé
sjálfsagðara og auðveldara. Fósturlát er í Feilnótu i fimmtu sin-
fóniunni dæmi um kjaftagang og samúðarleysi borgarakvenna,
með þjóðfélagslegri skírskotun: „var það hvítt eða svart?“ (9).
En umræða um fóstur er miklu tilfinningalegri og nánari hjá
kvenrithöfundunum.
14