Skírnir - 01.01.1976, Side 212
210
HELGA KRESS
SKÍRNIR
Áhersla á ytra útliti, snyrtingu og fötum er eitt af því sem
einkennir vitund kvenna og í beinu sambandi við ástkonuhlut-
verkið. Þetta kemur einnig mjög greinilega fram í kvennabók-
unum báðum, sérstaklega í Holclið er torvelt að temja sem lýsir
oft klæðaburði út í æsar. Ragna reynir m.a.s. að breyta sjálfri
sér með því að breyta um hárgreiðslu og klæðnað: „ætlaði að
vita, hvort ný manneskja að utan, gæti ekki breyst eitthvað í
hugsun líka“ (59). Þetta er sama kvenvitund og t.a.m. er stuðlað
að í dönsku blöðunum með myndskreyttum leiðbeiningum um
að „blive en ny ltvinde“. En þess ber þó að gæta að Rögnu líður
ekkert betur þrátt fyrir nýtt útlit, og er í vafa um hvort hún sé
bún sjálf. Sama gerist í Útrás. Rauði samkvæmiskjóllinn, sem
Júlía vill ldæða Jenný í, passar henni ekki, og snyrtingu og hár-
greiðslu Lilju þvær hún af sér. Fataskipti fyrir framan spegil
koma að vísu fyrir í Feilnótu í fimmtu sinfóniunni, sem sýnir
að höfundur gerir sér grein fyrir hvað útlit og föt skipta konur
miklu máli, en þeim er alls ekki lýst.10
Húsmóðurlilutverkið kemur fram í kvennabókunum sem ná-
kvæmar lýsingar á hreingerningum, liúsverkum og matartilbún-
ingi. Einkum og sér í lagi er þetta áberandi í Holdið er torvelt
að temja, þar sem sífellt er verið að brasa eitthvað eða taka til.
í kvennabókunum er einnig mjög mikið um böð og þvotta,
sérstaklega eru söguhetjur mikið fyrir kaldan andlitsþvott, oft
reyndar notaður til að jafna sig eftir áfall.
Hvað viðkemur stöðu kvenna, þá eru konur kvennabókanna
mun rneiri einstæðingar en konur karlabókanna. Báðar hafa
þær t.a.m. misst foreldra sína af slysförum. Foreldrar Rögnu dóu
á svo dæmigerðan hátt sem í ketilsprengingu og af barnsförum.
Annað atriði sem gæti verið sprottið af öryggisleysi kvenna er
það að í kvennabókunum kemur mjög oft fyrir að konur hátta
sig ofan í rúm og sofa, eða þær láta fara vel um sig með því að
hringa sig í stól o.s.frv.
Skemmtistaðaferðir koma aðeins fyrir í kvennabókunum,
hvort sem þær má setja í samband við einmanaleik og einangrun
kvenna eða eitthvað annað. í Holdið er torvelt að temja er þess-
um ferðum lýst sem jákvæðum, en í Útrás einkennast þær af
leiðindum, kynkúgun, ofdrykkju, uppköstum og gráti á sal-