Skírnir - 01.01.1976, Síða 213
SKÍRNIR
BÓKMENNTIR OG KVENFRELSI
211
ernum. Drykkja kvenna virðist einnig vera meiri og stöðugri í
kvennabókum en karlabókum.
Það sem líklega skilur þessar bækur hvað mest, er að kvenna-
bækurnar einkennast af heilindum milli kvenna, sem ekki er
fyrir liendi í karlabókunum. Konur Feilnótu i jimmtu sinjóní-
unni og Ejtirþanka Jóhönnu eiga engar vinkonur, og í þeirri
síðarnefndu hatast konur. í báðurn kvennabókunum búa vin-
konur saman og eiga trúnað hvor annarrar. „Þetta voru góðar
liendur, samviskusamar hendur. Allt í einu fann ég, að mér
þótti mjög vænt um Lilju“ segir í Útrás (52).
Þessi heilindi milli kvenna sem fram koma hjá kvenrithöf-
undunum eru mjög mikilvæg út frá kvenfrelsissjónarmiði. Þau
sýna fram á haldleysi þeirrar skoðunar að konur þurfi endilega
að hata konur, og þau styrkja samstöðu þeirra. En eins og allir
vita byggist kvennabaráttan á samstöðu kvenna og gagnkvæm-
um trúnaði. Þannig bendir þetta litla atriði, þegar allt kemur
til alls, kannski meir fram á við en flest annað í þessum kvenna-
sögum kvennaársins.
1 I þessu sambandi langar mig til að benda á mjög góðan fyrirlestur eftir
Pil Dahlerup, „Theoretical problems in analysing the literary works of
woman authors: exemplified through the woman naturalist Amalie
Skram", haldinn á kvennaráðstefnu í Nijmegen í Hollandi í júnímánuði
1975 og prentaður í Feminology, Proceedings of the Dutch-Scandinavian
Symposium on Woman’s Position in Society, University of Nijmegen,
The Netherlands 1975. Þessi fyrirlestur er einnig prentaður sem grein
og með lítils háttar breytingum i greinasafninu Textanalys frán könsrolls-
synpunkt, (red. Karin Westman Berg), sem er væntanlegt síðar á þessu
ári hjá forlaginu Prisma í Stokkhólmi.
2 Sbr. fleyg orð þjóðskáldsins: „Móðir, kona, meyja“.
* Um skilgreiningar á skemmtibókmenntum, sjá t.a.m. Audun Tvinnereim,
„Triviallitteratur, populærlitteratur, masselitteratur", Syn og Segn 1975.
Einnig Johan Fjord Jensen, „Triviallitteratur og ideologikritik", Med-
delelser fra Dansklœrerforeningen 1972.
4 Nákvæmlega sama strúktúr er að finna i skáldsögu Vésteins Lúðvíkssonar
Gunnar og Kjartan (1971 og 1972). En þar reynast einnig konta fram sömu
grundvallarsjónarmið hvað varðar stöðu og hlutverk kvenna. Sjá grein
mína „Kvenlýsingar og raunsæi. Með hliðsjón af Gunnari og Kjartani
cftir \1 2 * 4 * * 7éstein Lúðviksson", Skírnir 1975.