Skírnir - 01.01.1976, Page 242
240
PETER HALLBERG
SKÍRNIR
Meðal dæma þeirra, sem Jónas hefur talið, eru sum tíma-
ákvarðanir, en eins og liann bendir á gegnir um þær sérstöku
máli. í orðatiltækjum sem „Þat var einn dag, at“ eða ,,Eilt sum-
ar kom hann“, er auðsjáanlega ekki hægt að sleppa fornafninu
eins og í hinurn dæmunum: „Kona gengr til dyra“; „Hann hafði
stóra öxi í hendi“. Það er þess vegna eflaust réttara að telja ekki
tímaákvarðanirnar með í þessu sambandi. En að þeim frátöld-
um eru að sögn Jónasar 50 dæmi í Fóstbrœðra sögu, í Ólafs sögu
Tryggvasonar 18 og í Heiðarviga sögu aðeins 2. Þar sem „lætur
nærri að Fóstbræðrasaga sé þriðjungi lengri en Heiðarvígasaga,
en Ólafssaga tvöfalt lengri" (285), er augljóst að tíðni þessara
dæma er langmest í Fóstbrceðra sögu. Jónas orðar niðurstöðu
sína af þessari talningu þannig: „Þessi mikla tíðni ákvörðunar-
orðsins einn í Fóstbræðrasögu, miðað við Ólafssögu og einkum
við Heiðarvígasögu, bendir til að Fóstbræðrasaga sé yngri en
liinar sögurnar tvær.“ (285).
Það er þrennt sem væri kannski ákjósanlegt að haga svolítið
öðruvísi í þessari rannsókn. I fyrsta lagi væri forvitnilegt að
sundurgreina handritin af Fóstbrœðra sögu. í öðru lagi mætti
ákveða orðafjölda textanna nákvæmar, til þess að hlutföllin
milli þeirra kæmu betur í ljós. I þriðja lagi væri æskilegt að
hafa fleiri sögur til samanburðar, bæði eldri og yngri.
Ég ætla þá fyrst að tilfæra öll dæmi úr Fóstbrœðra sögu og
sýna, hvernig þau dreifast á handritin þrjú: Flateyjarbók (F),
Möðruvaliabók (M) og Hauksbók (H). í F er vitnað eftir öðru
bindi (1945) af útgáfu Sigurðar Nordals og annarra, en í M og H
eftir textanum í íslenzkum fornritum VI (1943). Ef sama dæmi
er í öllum þremur handritunum, tilfæri ég texta hvers handrits
um sig. En þar sem M og H taka aðeins til hluta sögunnar, eru
þau handrit oft ekki til samanburðar við F; þá er sett strik (—)
í viðkomandi dálka. Orðið Vantar merkir að dæmið er ekki
í textanum. Ef einhverju dæmi hefur verið breytt þannig að
fornafninu einn hefur verið sleppt, er það tekið upp en sett
innan sviga.