Skírnir - 01.01.1976, Síða 246
244
PETER HALLBERG
SKÍRNIR
eiga samleið, eru 5 dæmi, en 3 þeirra eru sameiginleg: öll dæmin
eru i M, en í H vantar 2. Að öll þrjú handritin fylgjast svo vel
að, bendir til þess að tíð notkun fornafnsins einn sé uppruna-
legt einkenni Fóstbrœðra sögu.
Dæmin í listanum hér að framan eru alls 50, en það er ein-
mitt sú tala, sem Jónas nefnir. Ef á að sýna tíðni þeirra í hand-
ritunum þremur, verður að taka tillit til mjög mismunandi
stærðar textanna. í F eru um 29300 orð (óbundins máls) og 44
dæmi, í M um 17700 orð og 20 dæmi, í H um 14100 orð og 28
dæmi. Ef miðað er við tíðni á 10000 orð, sem virðist vera hent-
ugur mælikvarði, fáum við þessar tölur:
F 44 = 15.0/10000
M 20 = 11.3/10000
H 28 = 19.9/10000
Munurinn milli M og H kann að virðast mikill, en þó varla
meiri en að hann sé samrýmanlegur við eðlilega misjafna dreif-
ingu á ýmsa hluta einnar sögu.
Ef litið er á þær tvær sögur, sem Jónas hefur tekið til saman-
burðar, þá eru í Heiðarvíga sögu (12500 orð) aðeins fyrrnefnd
2 dæmi, en í Ólafs sögu Tryggvasonar (28000 orð) hef ég fundið
23 örugg dæmi (18 hjá Jónasi). Tíðni fornafnsins einn er þá í
þessum textum:
Heiðarviga saga 2 = 1.6/10000
ÓST 23 = 8.2/10000
Það mætti bæta því við, að önnur saga í Heimskringlu á stærð
við ÓST, Haralds saga Sigurðarsonar (22600 orð), sýnir mjög
svipaðar tölur: 18 dæmi, en það er 8.0/10000. Þessar tölur virð-
ast styðja niðurstöðu Jónasar, þó að Ólafs saga Tryggvasonar sé
að vísu ekki alltof fjarri M-handriti Fóstbrceðra sögu. (Það mætti
benda á til gamans, að í fyrri hluta Heiðarviga sögu, sem er að-
eins til í endursögn Jóns Ólafssonar eftir minni árið 1730, eru
21 dæmi!)
En hver verður þá útkoman, ef við víkkum sjóndeildarhring-
inn og tökum fleiri sögur til athugunar? Ég hef rannsakað hin-
ar fimm „stóru“ íslendingasögur og fundið þar eftirfarandi
tíðni: