Skírnir - 01.01.1976, Page 247
SKÍRNIR
ENN UM ALDUR FOSTBRÆÐRA SÖGU
245
Egla (62100 orð) 21 = 3.4/10000
Laxdœla (57500 orð) 17 = 3.0/10000
Eyrbyggja (38000 orð) 13 = 3.4/10000
Njála (96900 orð) 14 = 4.7/10000
Grettla (61400 orð) 14 = 2.3/10000
Það er þá að þessu leyti xnjðg lítill munur milli þessara sagna,
þó að aldursmunur þeirra sé mikill. Grettis saga, sem er örugg-
lega talin ung, frá því um aldamótin 1200/1300, og þannig að
áliti Jónasar nokkurn veginn samtíða Fóstbrœðra sögn, hefur
mjög lága tölu, á svipuðu stigi og Heiðarvíga sögu. Ekki mælir
tala Njálu heldur með þeirri skoðun, að mikil tíðni fornafns-
ins einn sé almennt einkenni ungra sagna.
Ef teknar eru nokkrar aðrar íslendingasögur meira eða minna
af handahófi, misjafnar að aldri og þó engin þeirra frumrituð
eftir 1300, verða tölurnar yfirleitt hærri en í hinum fimm „stóru“.
í listanum, sem hér fylgir, hefur alls staðar verið stuðzt við út-
gáfurnar í íslenzkum fornritum, nema gerðirnar tvær af Eiriks
sögu rauða hafa verið orðteknar í útgáfu Sven B. F. Jansson:
Sagorna om Vinland I (Sthlm 1944):
Bandamanna saga M (11200 orð) 0 = 0.0/10000
Bandamanna saga K ( 9400 orð) 0 = 0.0/10000
Gunnlaugs saga ( 9400 orð) 5 = 5.3/10000
Viga-Glúms saga (19100 orð) 12 = 6.3/10000
Vatnsdœla saga (29300 orð) 21 = 7.2/10000
Eiriks saga rauða S ( 7700 orð) 6 = 7.8/10000
Gisla saga Súrssonar (18800 orð) 17 = 9.0/10000
Hrafnkels saga (9100 orð) 9 = 9.9/10000
Hecnsa-Þóris saga ( 8700 orð) 9 = 10.3/10000
Eiriks saga rauða H ( 7700 orð) 13 = 16.9/10000
Bæði Gunnlaugs saga og Vatnsdœla saga munu almennt vera
taldar ungar, frá síðasta fjórðungi 13. aldar eða svo (sbr. ÍF III,
Ix. bls., og ÍF VIII, li.—lv. bls.). Samt er tíðni fornafnsins einn
í þeim lægri en í Ólafs sögu Tryggvasonar (8.2) eftir Snorra. Sú
þróun þessa stíleinkennis, sem Jónas Kristjánsson gerir ráð fyrir,
kemur þá a. m. k. ekki alls staðar í ljós.
Til þess að fá dæmi um texta, sem allir teljast mjög ungir, hef
ég tekið úr íslenzkum fornritum IV, IX og XIV þessar „eftir-
klassísku" íslendingasögur frá fyrri hluta 14. aldar: