Skírnir - 01.01.1976, Page 248
246
PETER HALLBERG
SKÍRNIR
Iíjalnesinga saga (11000 orð) 7 = 6.4/10000
Viglundar saga (11800 orð) 11 = 9.2/10000
Finnboga saga ramrna (23600 orð) 23 = 9.6/10000
Svarjdæla saga (19300 orð) 20 = 10.4/10000
HávarSar saga Isfirðings (15400 orð) 19 = 12.3/10000
Króka-Refs saga (11100 orð) 28 = 25.2/10000
Tölurnar úr Hávarðar sögu og auðvitað ekki sízt Króka-Refs
sögu samrýmast vel heildarskoðun Jónasar. Á hinn bóginn er
tala Kjalnesinga sögu jafnvel lægri en tala Ólafs sögu Tryggva-
sonar eftir Snorra. Einnig Finnboga saga og Viglundar saga
standa að því leyti nær þessum texta Snorra en Fóstbrceðra sögu.
Mynd okkar af dreifingu fornafnsins einn er m. ö. o. mjög óljós.
Það myndi styrkja röksemdafærslu Jónasar, ef hægt væri að
sýna fram á, að mikil tíðni fornafnsins einn væri yfirleitt óþekkt
í eldri sagnaritun, frá upphafi 13. aldar eða fyrr. Hvaða rit eru
þar til samanburðar, auk þeirra tveggja sem Jónas hefur kos-
ið? Ég hef athugað tvær konungasögur, sem eru báðar örugg-
lega eldri en Ólafs saga Tryggvasonar eftir Snorra: Ólafs sögu
Tryggvasonar eftir Odd Snorrason (upprunalega á latínu, en
sú gerð týnd) í íslenzkri þýðingu (Finnur Jónsson, Kbh. 1932)
og Ólafs sögu helga, „Legendarisk saga“, „Helgisaga" (O. A.
Johnsen, Kria 1922). Ég bóka hér tölurnar frá handritunum
þremur (A, S og U) af sögu Odds; en af U er aðeins lítið brot
eftir:
Oddr A (41600 orð) 58 = 13.9/10000
Oddr S (28200 orð) 29 = 10.3/10000
Oddr U ( 3000 orð) 4 = 13.3/10000
„Helgisaga“ ÓSH (39200 orð) 76 = 19.4/10000
Hér eru tölur vel sambærilegar við þær, sem við þekkjum frá
Fóstbrœðra sögu. Og er ekki sízt athyglisvert í þessu sambandi,
að Jónas gerir eins og aðrir fræðimenn (201—16) ráð fyrir nán-
um rittengslum einmitt milli „Helgisögunnar" og Fóstbrœðra
sögu. Bæði saga Odds og „Helgisagan“ eru með sterkum klerk-
legum blæ, og þó misjafnlega sterkum í ýmsum köflum. Ef
athugaður er sérstaklega sá hluti „Helgisögunnar", sem er
samfara Hómiliubókinni norsku, þ. e. a. s. lokakaflarnir 90—107,
92.—108, bls., þá kemur í ljós að tíðni fornafnsins einn er á