Skírnir - 01.01.1976, Side 249
SKÍRNIR ENN UM ALDUR FOSTBRÆÐRA SÖGU 247
þessum blaðsíðum miklu meiri en í þessari sögu yfirleitt: 6100
orð og 32 dæmi, eða 52.5/10000; í hinum hluta textans (33100)
eru þá eftir 44 dæmi, eða 13.3/10000 — en einnig þessi tala er
sambærileg við tölu Fóstbrœðra sögu.
Til þess að fá nokkur eldri dæmi úr öðrum sögum en íslend-
inga- og konungasögum hef ég orðtekið vissa texta í útgáfu
Guðna Jónssonar Byskupa sögur I (1948), en þeir munu allir
vera frá upphafi 13. aldar. (Þess skal getið, að yngri gerð Þorláks
sögu, prentuð „neðar á síðu og síðast ein“, 77.—135. bls., hefur
ekki verið talin með.)
Hungrvaka ( 7800 orð) 2 = 2.5/10000
Páls saga byskups ( 7300 orð) 0 = 0.0/10000
Þorláks saga byskuþs (13600 orð) 35 = 25.7/10000
Jarteinabók Þorláks byskups 1199 ( 9500 orð) 21 = 22.1/10000
Það er geysimikill munur milli þessara texta, þó að þeir séu
sömu tegundar og frá sama tímabili. Tölurnar mæla auðsjáan-
lega með þeirri algengu skoðun, að Hungrvaka og Páls saga séu
eftir sama höfund. En þær virðast líka eindregin afsönnun þess,
að það geti verið um að ræða sameiginlegan höfund Hungr-
vöku og Páls sögu annarsvegar og Þorláks sögu hinsvegar. Það
er þó dálítið einkennilegt, að öll 35 dæmin í Þorláks sögu skuli
vera í jarteiknaþættinum, 80.—113. bls. (3800 orð), eftir að sagt
er frá andláti biskups, og verður tíðnin í þeim þætti þá 92.1/
10000; í öllum fyrri hluta sögunnar, 38,—80. bls. (9800 orð), er
ekki eitt einasta dæmi.
Af öllum þessum tölum hér að framan má draga þá ályktun,
að mikil tíðni fornafnsins einn geti verið sérkenni bæði gamalla
og ungra texta. Það lítur helzt út fyrir, að sparsemi að þessu
leyti sé ekki sízt einkenni hinnar „klassísku" sagnaritunar 13.
aldar, ef dæma má af hinum fimm „stóru“ íslendingasögum.
Há tala Fóstbrceðra sögu segir m. ö. o. útaf fyrir sig ekkert um
aldur þessarar sögu. Tíðni fornafnsins einn gæti t. d. borið vott
um náið samband við „Helgisöguna“ og aðra gamla texta með
klerklegum blæ. Það er eftirtektarvert að í kaflanum „Einstök
orð og orðasambönd" (285—91) vísar Jónas ósjaldan einmitt til
eldri klerklegra rita: til Hómilíubókarinnar íslenzku (undir and-
varagestr, bókmál), til Hómilíubókarinnar norsku (undir órcekt-