Skírnir - 01.01.1976, Page 255
SKÍRNIR
ENN UM ALDUR FOSTBRÆÐRA SÖGU
253
tíðni hitta(sk) í Vatnsdœla sögu verið leifar frá „frumsögu“
þeirri, sem hún byggist á.
Hvernig sem því er varið, verður sú Vatnsdœla saga, sem nú
er til, varla tímasett öðruvísi en Einar Ól. Sveinsson liefur gert.
En samkvæmt minni reynslu er hún þá eina sagan, sem fengi
ekki samrýmzt tilgátunni um hlutfallið hitta(sk)/finna(sk), sem
aldursmerki. Ég hef ekki fundið neina aðra texta frá síðustu ára-
tugum 13. aldar eða frá fyrri hluta 14. aldar, þar sem hitta(sk)
vteri ekki í algerum minnihluta. Og ég efast um að frekari leit
mundi breyta þeirri niðurstöðu.
Þá er röðin komin að Fóstbrœðra sögu:
hitta finna % hitta %
10 3 76.9
5 3 62.5
3 7 30.0
F
M
H
Dæmin eru að vísu ekki mörg, og tíðni hitta(sk) er frekar lítil
í H. En allar líkur eru fyrir því, að hlutföllin í F séu uppruna-
legri. Að öllu samanlögðu ættu þau að benda til þess, að Fóst-
brœðra saga sé frekar frá fyrri hluta en frá seinni hluta 13. aldar.
A. m. k. væri liún annars að þessu leyti undantekning meðal
texta frá síðustu áratugum aldarinnar, t. d. Njálu og Grettis
sögu.
Auðvitað er tímasetning Jónasar á Fóslbrœðra sögu ekki þar
með afsönnuð. Hinsvegar þykir mér ólíklegt, að öll kurl séu
enn komin til grafar viðvíkjandi aldri þessarar sögu. Málið
verður kannski enn tekið til endurskoðunar.
3
Að lokum finnst mér ástæða að minnast á eitt atriði í sam-
bandi við hinar margumræddu „klausur" Fóstbræðra sögu, sem
hefur, að því ég bezt fæ séð, verið alltof lítill gaumur gefinn.
Bæði Jónas Kristjánsson og Sigurður Nordal telja þær uppruna-
legar í sögunni, þó að þeir hafi gagnstæðar skoðanir um aldur
hennar. Eitt virðist samt afar einkennilegt við þessar klausur,
ekki sízt þær lengri, sem ber mest á. Þær eru svo laust tengdar
við umhverfi sitt, að samhengi spillist alls ekki, en verður e.t.v.