Skírnir - 01.01.1976, Síða 256
254
PETER HALLBERG
SKÍRNIR
stundum betra, ef þær eru numdar burt. Textinn raskast ekki
við slíka aðgerð; það er hægt að tengja setningarnar á undan og
eftir klausunni án þess að breyta einu orði. Klausurnar bera
m. ö. o. merki þess að vera innskot, og virðist það merkilegt —
ef þær væru eftir „frumhöfund“ sögunnar.
Nú er „klausa“ frekar óljóst hugtak, enda hafa fræðimenn ekki
í öllum tilfellum verið sammála um hvað ætti að telja klausu í
Fóstbrœðra sögu. En ef við athugum þann lista, sem Jónas hefur
sett saman (62—71) eftir þeim Rudolf Meissner og Birni K. Þór-
ólfssyni, og sem telur samtals 26 númer, þá er furðulegt hve oft
er hægt að fella klausu niður alveg að skaðlausu. Ég tilfæri hér
nokkur dæmi um þetta, og vísa þá til tölusetningar Jónasar. Læt
mér nægja að vitna í texta M samkvæmt ÍF VI; en frá og með
númer 22 — eftir að texti M er á enda — er vitnað í F samkvæmt
útgáfunni í Flateyjarbók II (1945). Sá hluti tilvitnunarinnar, sem
talinn er klausa, verður hér skáletraður.
3. klausa: Snimmendis sagði þeim svá hugr um, sem síðar bar raun á, at þeir
myndi vápnbitnir verða, því at þeir váru ráðnir til að láta sinn hlut hvergi
eða undir leggja, við hverja menn sem þeir ætti málum að skipta. Meir hugðu
peir jafnan at fremð þessa heims lífs en at dýrð annars heims fagnaðar. Því
tóku þeir þat ráð með fastmælum, at sá þeira skyldi hefna annars, er lengr
lifði. (124—125).
Þó að hér sé haldið áfram með „Því“, gæti það orð eins vel átt
við setninguna á undan klausunni.
5. klausa: Víg Hávars spurðisk skjótt víða um heruð, ok er Þorgeirr spurði
víg fgðr síns, þá brá honum ekki við þá tíðenda sggn. Eigi roðnaði hann,
þvi at eigi rann honum reiði i hQrund /- - -/ þvi at eigi var hjarta hans sem
fóarn i fugli; eigi var þat blóðfullt, svá at þat skylfi af hrœzlu, heldr var þat
hert af inum hœsta hofuðsmið i ollum hvatleik. (127—28).
Þessi klausa er aðeins frekari lýsing á eðli Þorgeirs og endar frá-
sögnina af drápi Hávarðar.
7. klausa: Sýndisk gllum mgnnum. þeim er heyrðu þessa tíðenda sggn, sjá
atburðr undarligr orðinn, at einn ungr maðr skyldi orðit hafa at bana svá
harðfengum heraðshgfðingja ok svá miklum kappa sem Jgðurr var. En þó
var eigi undarligt, því at inn hcesti hofuðsrniðr hafði skapat ok gefit í brjóst