Skírnir - 01.01.1976, Side 260
258
PETER HALLBERG
SKÍRNIR
sortna, vandlæti; en það er varla hægt að þvertaka fyrir það,
að þau gætu verið í einhverjum öðrum íslendingasögum með
„klassískum" blæ, án þess að vekja þar neina furðu.
En það sem að mínum dómi sker úr um klausurnar er sú
staðreynd, að í þeim tilfellum þar sem H er til samanburðar,
þar kemst það liandrit af án þeirra á alveg eðlilegan hátt, án
þess að vart verði við neinar misfellur. Ekkert skal þó fullyrt
um það, hvort klausurnar hafi verið felldar niður í H (sem er
kannski sennilegast) eða hafi yfirleitt ekki verið til í forriti þessa
handrits. Hvað sem því líður virðist næstum því óhugsandi, að
klausurnar séu eftir „frumhöfundinn" sjálfan. En ekki vegna
þess, að þær væru útaf fyrir sig ósamrýmanlegar „anda“ Fóst-
brœðra sögn, heldur fyrst og fremst af því að þær eru svo ein-
kennilega laust tengdar við textann umhverfis þær. Þær koma
þar fyrir sjónir sem hreinræktuð innskot, sem „Fremdkörper".
4
Eftir að ég hafði lokið við framanskráðar athugasemdir, barst
mér í hendur grein eftir Jakob Benediktsson í tímaritinu Media-
eval Scandinavia 7, 1974: „Cursus in old Norse Literature“. En
sú grein reyndist mjög athyglisverð í sambandi við Fóstbrceðra
sögu, og þá ekki sízt í sambandi við margræddar „klausur" sög-
unnar.
Hugtakið cursus merkir í latneskri mælsku- og ritlist ákveðna
kveðandi í lok setningar. Aðalreglan er að milli tveggja síðustu
áherzluatkvæða setningar eiga að vera tvö eða fjögur (sjaldnar
þrjú) áherzlulaus atkvæði; setningin má heldur ekki enda á
áherzluatkvæði. Jakob gefur sem dæmi úr latínu m. a.: vidébis
armátum (15). Tilsvarandi kveðandi er t. d. þessi úr ræðu Ólafs
í Ólafs sögu helga í Heimskringlu (Islenzk fornrit XXVII, 1945):
bœði lifi ok sálu (43).
Nú þarf auðvitað slíkur cursus í íslenzkum fornritum alls
ekki að vera tekinn að láni úr latínu. Þetta er líka eðlilegt ís-
lenzkt mál. Jakob hefur sýnt fram á, að í Islendingasögum yfir-
leitt, t. d. Heiðarvíga sögu, Eglu og Njálu, enda 21.4—28.5 af
hundraði setninga á þennan hátt. En allt er hér undir tíðleika
komið. Jakob hefur einnig sannað, svo ekki verður um villzt,