Skírnir - 01.01.1976, Síða 263
SKÍRNIR
ENN UM ALDUR FOSTBRÆÐRA SÖGU
261
Ástæðan til þess að ég ímyndaði mér að nokkuð væri að marka tíðni
orðsins einn til aldursákvörðunar var sú að ég vissi að notkun þess fer vax-
andi, en að vísu er þar um að ræða aðra stöðu orðsins og aðrar bókmennta-
greinar. Yfirsjón mín var sú að telja ekki í nógu mörgum íslendingasögum.
Niðurstaða Peter Hallbergs sýnir að tíðni orðsins verður ekki höfð til marks
um aldur þeirra.
í 2. kafla ritgerðar sinnar kannar Hallberg tíðni sagnanna hitta(sk) og
finna(sk) í mörgum fornsögum. Athugun hans á sögunum í Sturlungu sýnir
að notkun finna(sk) er þar miklu meiri í þeim sögum sem yngri eru taldar.
Sömuleiðis er finna(sk) langtum algengari en hitta(sk) í þeim íslendingasög-
um sem taldar eru samdar á 14. öld.
En þróunin í þeim Islendingasögum sem taldar eru ritaðar á 13. öld er
hinsvegar ekki greinileg. og koma þar fram helsti margar „undantekningar
frá reglunni". „Flestir munu sammála um, að Egla sé frá byrjun 13. aldar,"
segir Hallberg, enda er hiltafsk) þar yfirgnæfandi (75.8%). En næstum sama
hlutfall er í Hænsa-Þórissögu sem talin hefur verið rituð á tímabilinu 1250—
70 (Sigurður Nordal) eða jafnvel 1275—80 (Björn Sigfússon, Jakob Benedikts-
son, sbr. bls. Ixxv í Islenzkum fornritum I). Vatnsdælasaga sem talin hefur
verið frá því um 1270 hefur litlu lægra hlutfall (63.0%). Og Bandamanna-
saga og Gíslasaga, sem taldar eru frá miðbiki 13. aldar, hafa mun hærra
hlutfall heldur en Egla (Bandamannasaga 87.5—93.3%, Gíslasaga 96.2%).
Peter Hallberg telur að Hænsa-Þórissaga og Gíslasaga kunni að vera eldri
en talið hefur verið, en segir að tímasetning Bandamannasögu þurfi „ekki
að vera í beinni mótsögn" við tilgátu hans um hitta(sk)/finna(sk) sem aldurs-
merki. En á tiltölulega mikilli tíðni hittafsk) í Vatnsdælasögu hefur hann
hinsvegar helst þá skýringu að hún kunni að vera leifar frá „frumsögu".
Kenning hans er sýnilega mjög rúmgóð og margar útgönguleiðir.
En hvað sem líður tíðni hitta(sk) og finna(sk) í öðrum sögum, virðist mér
sem athuganir Peter Hallbergs á sagnorðum þessum í Fóstbræðrasögu séu al-
gerlega marklausar til aldursákvörðunar, af þeim ástæðum er nú skal greina:
1) Dæmin eru allt of fá í M og H til þess að mark sé á þeim takandi,
5 : 3 í M, 3 : 7 í H.
2) Dæmin úr M og H stangast á: M hefur fleiri dæmi um hitta(sk), H fleiri
um finna(sk).
3) I F eru að vísu fleiri dæmi, enda geymir það handrit stærri hluta sög-
unnar heldur en hin tvö. En þó virðast dæmin í F heldur fá til að byggja
á þeim niðurstöðu. Hitt er þó lakara að þarna vantar mat á gildi handrit-
anna, eins og ég vék að fyrr. Einföld aðferð er að setja tvö handrit gegn einu,
þá eru þau tvö þyngri á metunum. Öll handritin þrjú sem Hallberg notar
geyma miðljik sögunnar, og þar eru hlutföllin þessi, að því er mér virðist:
F
M
H
hitta
2
3
0
finna
2
2
3
% hitta %
50
60
0