Skírnir - 01.01.1976, Side 267
SKÍRNIR
RITDOMAR
265
rök fyrir máli sínu í mörgum mikilsverðum atriðum, og því fleiri sem slík
dæmi eru, þeim mun meiri líkur eru til þess að um skyldleika sé að ræða
þar sem rökin liggja ekki eins í augum uppi. Þá er vitaskuld nokkur freist-
ing að draga fram atriði sem eru hugsanleg, en naumast verða sönnuð, og
því er ekki að neita að sumt af því sem Bjarni tínir til hefur lítið eða
ekkert sönnunargildi, enda þótt hann sé málafylgjumaður góður í röksemda-
færslu sinni. En þessi atriði skipta yfirleitt litlu og draga á engan hátt úr
meginniðurstöðum bókarinnar.
í inngangi er fjallað um fyrri rannsóknir á Egils sögu, en síðan er stuttur
þáttur um meginviðhorf sögunnar, glöggt og greinargott yfirlit. Þá koma
þrír aðalþættir bókarinnar: Fyrst er rætt itm samband Egils sögu og sögu-
legra heimilda, þ. e. konungasagna og Landnámu. Þá kemur kjarni bókar-
innar, „den afgfirende litterære indflydelse", en það eru þau minni sem
Egluhöfundur hefur sótt í Jómsvíkinga sögu, Þinga sögu og Orkneyinga
sögu. í þessum kafla eru veigamestu nýjungar bókarinnar. Þvínæst er kafli
um samband Eglu við skáldasögurnar, Hallfreðar sögu og Kormáks sögu, og
loks tveir sérkaflar um Vínheiðarorustu og Vermalandsferðina.
Um það verður ekki deilt að Bjarni Einarsson hefur dregið fram fjölda
dæma sem sýna öldungis tvímælalaust að höfundur Egils sögu hefur hagnýtt
sér efni úr eldri ritum eins og þeim sem nefnd voru. Á fáein af þessum
atriðum hefur áður verið bent, en flest er það smátt, og allur obbinn af
þeim efnivið sem Bjarni leggur frarn hefur ekki fyrr verið athugaður í sam-
bandi við Egils sögu. Hér er þess enginn kostur að rekja röksemdafærslu
Bjarna í einstökum atriðum, um hana verður að vísa til bókarinnar sjálfrar.
Glögg dæmi um bókmenntalegar fyrirmyndir Egils sögu eru t. d. lýsingin
á Vagni Ákasyni og bræðratvenndinni í Jómsvíkinga sögu, rógburðarsagan
í Jómsvíkinga sögu og Þinga sögu, og síðast en ekki síst rnargir atburðir úr
ævi Sveins Ásleifarsonar í Orkneyinga sögu. í öllum þcssum atriðum og
ýmsum fleiri hefur Bjarni fært að því óbilug rök að höfundur Egils sögu
hefur vitandi eða óvitandi notfært sér efni sem hann þekkti úr bókum,
tengt það við sögupersónur sínar og fellt það inn í frásögn sína þannig að
sjaldnast sést á brotalöm.
Það sem mestu máli skiptir í þessu sambandi er ekki það að söguhöf-
undur hefur notað sér efni sem áður var til, heldur hitt, hvernig hann
notar það, hvernig honum tekst að setja það i nýtt samhengi, þannig að
það verður órjúfanlegur þáttur í nýrri heild, því listaverki sem sagan er.
Þessu atriði hefur Bjarni víða gert ágæt skil og með því varpað nýju ljósi
á vinnubrögð söguhöfundar. Sú grundvallarafstaða að líta á Egils sögu
framar öllu sem listaverk og leitast við að gera grein fyrir bókmenntalegu
baksviði hennar er sannast sagna líklegri til skilnings á verkinu heldur en
að byrja á því að spyrja hverjar verið hafi arfsagnir um Egil. Við þeirri
spurningu fæst seint viðhlítandi svar. Bjarni hefttr fært að því góð rök að
Vagn Ákason og Sveinn Ásleifarson hafi lagt til verulega þætti í mynd Egils
sögu af Agli, enda þótt Egill sögunnar sé allt önnur persóna en þeir. Svipað