Skírnir - 01.01.1976, Side 270
268
RITDÓMAR
SKÍRNIR
væri engu síður hugsanlegt að kaflinn í Huldu væri yngri en Egils saga og
hefði orðið fyrir áhrifum frá henni. Þetta breytir engu um niðurstöður
Bjarna um áhrif Þinga sögu á Egils sögu, því að ærnar röksemdir eru eftir
sem sanna mál hans. En það er dæmi um að Bjarni seilist stundum lengra
en sönnunum verði við komið.
Hér skal ekki farið út í frekari sparðatíning um einstök atriði sem mér
virðist geta orkað tvímælis, enda eru þau flest þess eðlis að þau skipta litlu
eða engu um meginniðurstöður bókarinnar. Eitt atriði enn skal þó nefnt:
Bjarni gerir ráð fyrir því að nöfn förunauta Skallagríms á fund Haralds hár-
fagra séu fengin úr bæjanöfnum og öðrum örnefnum í landnámi hans, enda
segir sagan að hann hafi gefið þeim flestum land. Þessi kenning er senni-
leg, en þess hefði mátt geta að Anne Holtsmark hélt sömu skoðun fram í
ritgerð sem mun hafa verið í prentun þegar Bjarni varði doktorsrit sitt
(Skallagrims heimamenn, Maal og Minne 1971, 97—105), og hafa þau því
bæði komist að sömu niðurstöðu um þetta atriði, óháð hvort öðru. Anne
Holtsmark dró að vísu af þessu aðrar ályktanir, sem hér skulu ekki ræddar,
enda getur Bjarni ritgerðarinnar að engu.
Þó að deila megi um einstök minni háttar atriði í bók Bjarna, hvgg ég
að meginatriðin í niðurstöðum hans séu svo traust að þeim verði trauðla
haggað. Með þessu verki hefur hann lagt drjúgan skerf til rannsókna á
Egils sögu og jafnframt lagt áherslu á mikilvægan þátt allra rannsókna á
íslendingasögum: þá viðleitni að gera sér grein fyrir vinnubrögðum höf-
undar. hvernig hann notfærir sér það hráefni sem hægt er að benda á að
hann hafi haft fyrir sér. I þessari bók eru sett fram ný sjónarmið og beitt
rannsóknaraðferð sem víðar mun geta komið að gagni. Hvorttveggja er
þarft og nauðsynlegt, því að ekkert er slíkurn rannsóknum háskalegra en að
stirðna í venjubundnum skoðunum og vinnuaðferðum.
Jakob Benediktsson
THE CONVERSION OF ICELAND
A Survey. By Dag Strömbáck
Translated and annotated by Peter Foote
Viking Society for Northern Research
University College, London 1975
I formála þessarar bókar, sem fjallar um kristnitökuna á Islandi, getur höf-
undur þess, að hún sé að stofni til byggð á Olaus Petri fyrirlestrum við
háskólann í Uppsölum árið 1960. Slíkir fyrirlestrar séu ætlaðir almenningi
og hafi það sniðið efninu stakk að nokkru. Meginviðfangsefnið hafi þó
verið gagnrýnin umfjöllun heimilda, sem þótt undarlegt megi virðast hafi
verið nýjung á þessum vettvangi.
Bókin hefst á yfirliti um íslenskar fornbókmenntir, en skiptist síðan í