Skírnir - 01.01.1976, Síða 272
270
RITDÓMAR
SKÍRNIR
hæfing byggir á athugun á örnefnum hofa og þinga, staðsetningu örnefn-
anna og fjarlægðunum á milli. Sú athugun er að sjálfsögðu rétt svo langt
sem hún nær, en skortir alla vísindalega vettvangsrannsókn til þess að hún
leyfi þær niðurstöður, sem af henni hafa verið dregnar. í annan stað hefur
því verið haldið fram, að ólíklegt sé, að goðavaldið hefði lifað af kristni-
tökuna, hefði það verið trúarlegs eðlis. Þessi síðari staðhæfing virðist mér
byggð á misskilningi. Ef goðarnir samþykktu sjálfir að hverfa frá heiðni
til kristni, eins og Ari fróði segir að þeir hafi í raun og veru gert, þá var
engin ástæða til að þeir slepptu trúarhlutverki sínu fyrir það. Trúarleiðtogi
lætur sér ekki úr greipum ganga hið andlega vald, enda þótt breytingar
terði á átrúnaði, ekki síst ef hann á raunverulega hlut að breytingunum
sjálfur. Fyrsta kastið eftir kristnitöku voru nær engir kristnir prestar í
landinu og gömlu goðarnir voru þannig að öllum líkindum eftir sem áður
þeir menn, sem best skil kunnu á hinu yfirnáttúrlega. Þeir voru að því er
best verður séð manna líklegastir til að standa fyrir einhverskonar trúar-
athöfnum á fyrstu árunum eftir kristnitöku, jafnhliða annarri sýslu í þágu
þingmanna sinna.
Dag Strömbáck leitar fanga í fornum kvæðum eftir heimildum um kristni-
tökuna. Kannar hann í því sambandi kvæðisbrot, sem sömu skáld hafa ort
fyrir og cftir kristni. Örfá slík brot eru til og úr þeim vinnur hann það
sem unnt er, fyrst úr kvæðisbrotum Þorbjarnar Dísaskálds og Eilífs Guð-
rúnarsonar, sem báðir eru taldir eiga varðveitt kvæði úr heiðni og kristni.
En ítarlegast beitir Dag Strömback þessari aðferð við vísur Hallfreðar vand-
ræðaskálds. Eins og áður gat, helgar hann honum sérstakan ltafla i riti sínu.
Er sá kafli hrein perla. Höfundur hafnar öllu, sem um Hallfreð segir í
óbundnu máli í fornritum, en nálgast hann í vísum hans eingöngu. Nú
hafa verið bornar brigður á að vísur Hallfreðar séu upprunalegar. Þessar
skoðanir hrekur Dag Strömback m.a. með því að skipa sumum vísunum
annarsstaðar í texta sögunnar en höfundur hennar gerir og einnig með því
að skýra sumar þeirra á nýjan leik. Hann gaumgæfir einnig kenninganotkun
i einstökum vísum, einkum goðsagnakenningar og greinir þar athyglis-
verðan mun eftir ætluðum aldri. Er niðurstaða Dags á þá leið, að vís-
urnar muni upprunalegar, en hitt sé meira vafamál, hvort þeim sé rétti-
lega skipað í texta óbundna málsins og enn meira vafamál, hvort þeir 14.
aldar höfundar, sem um fjölluðu, hafi skilið vísur Hallfreðar.
Með þessari rannsókn rennir Dag Strömbáck að mínu viti traustum stoð-
um undir það, að velflestar vísur Hallfreðar séu upprunalegar. Og sé sú
niðurstaða rétt, þá varpar hann einnig með þessari aðferð Ijósi á skáldið
og umhverfi hans, hugmyndaheim, manngerð og andlega þróun. Lýkur með
öðrum orðum upp hugarheimi manns, sem var í fremstu víglínu á umróts-
tíma trúarskiptanna. Mun, að viðhöfðum áðurnefndum fyrirvara, torvelt
að hugsa sér raunsannari heimild um þessi tímamót.
I lokakafla bókarinnar, sem fjallar um kristindóm í íslenskri mótun, birtir
Dag Strömbáck athyglisverðar bókmenntalegar athuganir, sem taka til is-