Skírnir - 01.01.1976, Qupperneq 273
SKÍRNIR
RITDÓMAR
271
lendingasagna og annarra forníslenskra rita. Nýtur afburðaskarpskyggni hans
og óvenju yfirgripsmikil þekking sín einkar vel í þessum kafla. Og hér sem
annarsstaðar í þessari litlu og geðþekku bók finnst lesanda sem nýjung
blasi við á hverri síðu, svo ferskum tökum tekur höfundur á viðfangsefni
sínu. Hef ég ekki í annað sinn séð ljósari grein gerða fyrir því, hvernig ís-
lenskar arfsagnir og evrópsk menntun renna saman í blómaskeiði íslenskr-
ar bókmenntaritunar á 12. og 13. öld, en hér er gert í stuttu máli með vel
völdum dæmum.
Ekki verður skilist við þetta mál án þess að geta neðanmálsskýringa og
athugagreina, sem þýðandi bókarinnar, Peter Foote, hefur gert. Athuga-
greinarnar eru mjög ítarlegar og mun torfundið það rit, sem máli skiptir
um þau efni, sem hér eru til meðferðar, að þess sé ekki einhversstaðar getið.
Auka þessar athugagreinar enn á ágæti bókarinnar.
Jón Hnefill Aðalsteinsson
M. I. STEBLIN-KAMENSKIJ:
MIF (goðsögn)
Izdatcl’stvo Nauka, Leningrad 1976
Þessi nýja bók Steblin-Kamenskijs fjallar um goðsagnir sem bókmenntagrein
og sem áfanga í þróun mannsandans. Þótt efnið sé þannig tekið mjög breið-
um tökum, er hér engu að síður um hið mikilvægasta verk fyrir íslenzk fræði
að ræða, þvi að höfundur byggir kenningar sínar fyrst og fremst á Eddu-
kvæðum. Bókin skiptist í fjóra kafla og að auki er viðauki með athugasemd-
um og skýringum við textann (bls. 96—103).
Fyrsti kaflinn nefnist Kenningar um goSsagnir (bls. 4—30) og er almennt
yfirlit um kenningar, sem fram hafa komið, um eðli goðsagna, uppruna þeirra
og eiginleika. Er höfundur mjög gagnrýninn í yfirliti sínu og telur flestar
skýringartilraunir, sem fram hafa komið, vera misheppnaðar. Goðsagnir
túlkaðar sem tákn um eitthvað glata einkennum sínum, eins og sjá má af
þeirri staðreynd, að vísindamennirnir fundu alltaf það, sem þeir leituðu
að. Kjarni málsins er hins vegar sjálf goðsögnin. Fyrir þá, sem sköpuðu hana,
var hún raunveruleg staðreynd og raunveruleiki. Sú staðreynd, að goðsagnir
mynduðust aðeins á vissu tímaskeiði, bendir til þess, að þær séu tengdar
vissu þróunarskeiði mannsandans.
í öðrum kafla Timi og rúm i goðsögnum Eddukvæða (bls. 31—57) sýnir
höfundur fram á, að í Eddukvæðum vantar hin afstæðu hugtök tíma og
rúms, sem nútímamenn þekkja. I stað þess eru tími og rúm eitthvað, sem
tengt er vissum atburðum og persónum. Þannig hafa hugtök nútímamanna
um tímaskyn — nútíð, þátíð, framtíð — aðra merkingu en þá til dags. Tími
Fxldukvæða er takmarkaður í rúmi og tímaröð, vissa atburði leiðir af öðr-