Skírnir - 01.01.1976, Síða 274
272
RITDÓMAR
SKÍRNIR
um, en ekki af sjálfstæðri tilveru afstæðs tíma. Ennfremur er líf goðsagna-
persónu eitthvað stöðugt, án þróunar- og þroskastigs. Goðsagnapersónan var
þvf raunveruleiki, en ekki eitthvað, sem hrærðist í liðinni tíð. Höfundur
finnur svipað tímaskyn í Islendingasögum og í álfasögum. Þó er hér sá
munur á, að goðsögnin er raunveruleg utan tímans, en álfasagan er óraun-
veruleg, þ. e. algjörlega slitin frá tímanum. Af þessu leiðir, að ekki er þörf
á rökréttri atburðaröð í goðsögninni. Atburðirnir eru aðeins háðir því, sem
á undan fer. I hetjukvæðunum er þetta dálxtið öðruvísi. Þar eru það hags-
munir og örlög hetjunnar, sem ákvarða atburðaröðina. I Eddu er mótsagna-
kennd hugmynd um framtíðina. Þar eð tíminn er tengdur heiminum, verða
endalok heimsins — ragnarök — jafnframt endalok tímans. Goðin eru þannig
til meðan heimur er til, og epli Iðunnar hjálpa þeim til að kasta ellibelgn-
um. Goðin eru því í senn dauðleg og ódauðleg.
Þriðji kafli Persónuleiki i goðsögnum Eddu (bls. 58—80) er ef til vill sá,
sem mest mun koma á óvart. Höfundur heldur því þar fram, að goðsagnir
séu trúarbrögðum með öllu óháðar. Það sé að misskilja eðli goðsagnarinnar
að tengja hana trúarbrögðum. Goðsögnin hafi verið álitin raunveruleiki, en
ekki ímynd eða skýring á trúarbiögðum. Goðsögnin hafi orðið til á undan
trúarbrögðunum, en trúin síðan risið upp, vegna þess að persónur goðsagn-
anna hafi verið álitnar raunverulegar og menn því játazt undir vald þeirra.
Máli sínu til stuðnings bendir höfundur á, að hjá ýmsum frumstæðum þjóð-
um séu goðsagnir ekki tengdar trúarbrögðum. Auk þess er það staðreynd,
að aðeins lítill hluti nafna í Eddu tákni verur, sem trúað var á. Enginn
grundvöllur sé því fyrir staðhæfingunni, að goðsagnir Eddu séu um guði.
Þar er ekki um að ræða einstaklinga, heldur oft hópsálir, sem séu hluti af
náttúrunni. Höfundur ræðir sxðan um siðfræði Eddu og sýnir fram á mót-
sagnir hennar, þar sem sömu persónur séu bæði tilbeðnar og hæddar. Óðinn
var t.d. x raun og veru eins undirförull og Loki, en samt var Loki aldrei
tilbeðinn.
í fjórða kafla Goösögn og staðfesting persónuleikans (bls. 81—95) setur
höfundur fram sínar eigin kenningar um goðsagnirnar. Hann sýnir fram
á, að goðsögn sé árangur ómeðvitaðrar höfundartilfinningar og sé elzta
skáldskaparform, sem þekkt sé. Enn eimi eftir af slíkri höfundartilfinningu
á íslandi, þar sem séu klámvísur. Það er að áliti höfundar höfuðsynd vís-
indamanna í þessum fræðum að vanrækja mismunandi höfundartilfinn-
ingar. Gengið sé út frá höfundartilfinningu, eins og hún sé í dag, sem gef-
inni, en slíkt sé alrangt. Þannig telur höfundur á bls. 89 upp fimm ólík stig
höfundartilfinningar og sér beint samband á milli þeirra og ýmissa þró-
unarstiga mannsandans. Saga höfundartilfinningarinnar er því einnig að
áliti hans saga staðfestingar mannlegs persónuleika og einstaklingstilfinn-
ingar.
Það liggur í hlutarins eðli, að á 95 bls. verður svo viðamiklu efni sem
goðsögnum ekki gerð fullnægjandi skil. Engu að síður er í þessu verki
mótuð grundvallarstefna, sem vafalaust er vænleg til rannsókna í bókmennta-