Skírnir - 01.01.1976, Síða 278
276
RITDÓMAR
SKÍRNIR
fjallar í stuttu máli um sögur Halldórs Laxness frá seinni árum: Kristnihald
undir Jökli (1968), Innansveitarkroniku (1970) og Guðsgjafaþulu (1972). En
þar finnst honum viðfangsefnin hafa „fjarlægst mannleg vandamál" (152).
I Guðsgjafaþulu er braskarinn Islandsbersi, maður á borð við Jóhann Boge-
sen í Sölku Völku, orðin aðalpersóna. „En verkafólkið sem fær ekki kaupið
sitt árum saman, hvar er þess líf í þessari bók? / — / Veröld hins vinnandi
fólks er komin úr sjónmáli. Það markast af breyttum lífsviðhorfum ekki
síður en af breyttum viðhorfum í listrænu tilliti." (153)
Helga Kress rekur lestina með erindi sitt „Okkar tími — okkar líf. Þróun
sagnagerðar Halldórs Laxness og hugmyndir hans um skáldsöguna". Þetta
er víðtækt og forvitnilegt efni, en Helga gerir þvi prýðileg skil, þó að hún
verði auðvitað að stikla á stóru eins og aðrir höfundar þessarar bókar.
Flokkun hennar á sumum skáldsögum Halldórs kann í fyrstu að koma dá-
lítið einkennilega fyrir sjónir. Augljóst er að „þjóðfélagslegu skáldsögumar
Salka Valka, Sjálfstætt fólk og Heimsljós" eru nátengdar. En eiga „sögulegu
skáldsögurnar Islandsklukkan, Gerpla og Paradísarheimt" (157) margt sam-
eiginlegt? Þær eru „sögulegar", satt er það, einnig að því leyti að þær eru
í aðalatriðum reistar á heimildarritum. „Inntak Paradísarheimtar er náskylt
Gerplu, og sögumaðurinn er af heimi íslendingasagna" (174) — þannig rök-
styður Helga ennfremur flokkun sína. Það er sjálfsagt eitthvað til í því.
En aðalatriðið finnst mér vera, að Paradísarheimt er mjög svo frábugðin
hinum sögunum tveim að anda og stíl, og vantar meðal annars ádeilutón
og beina þjóðfélagsgagnrýni þeirra. Þessi skáldsaga virðist þannig nær rit-
um eins og Kristnihaldi undir Jökli eða Innansveitarkroniku.
Um Atómstöðina (1948) segir Helga, að hún sé „hér nefnd með Brekku-
kotsannál (1957) vegna formsins og þeirrar lífsskoðunar, sem mætti kenna
við taóisma" (175). En sameiginlegt „form“ þessara skáldsagna takmarkast
við það, að þær eru báðar sagðar í fyrstu persónu: sögumaður í fyrri sög-
unni er stúlkan Ugla, en í hinni síðari Álfgrímur. Að öðru leyti er „formið"
ákaflega ólíkt í þessum sögum: Ugla segir frá í miðju kafi, s. a. s. meðan
atburðirnir eru að gerast, dag af degi, hörð pólitísk ádeila, allskonar þver-
stæðar kenningar marka frásögnina og allar hennar sviptingar. Álfgrím-
ur á hinn bóginn sér Reykjavík aldamótanna úr fjarska, endurminningar
hans eru samdar i rólegum „kronikustíl". Þannig svipar Brekkukotsannál
að mínum dómi meira til sögu eins og Paradisarheimtar.
Fleiri höfundar þessara erinda, og þó kannski einkum Njörður P. Njarð-
vík, minnast auðvitað á breytingu skáldsagnagerðar Halldórs Laxness frá
því skeiði, þegar bækur hans voru meðal annars vopn í róttækri þjóðfélags-
legri ádeilu, til skáldsagna hinna síðari ára, markaðra einhvers konar
„hlutleysi", umburðarlyndi og rólegu jafnvægi frásagnarinnar — segjum
frá og með Brekkukotsannál.
En yfirleitt má segja, að hér hafi verið skirrzt við að útskýra þessa þróun
nánar, og að það sé litið á hana sem hálfgert feimnismál. Hún er afgreidd
sem dálítið ónotaleg staðreynd. Um almenningsálit á íslandi finnst þannig