Skírnir - 01.01.1976, Side 279
SKÍRNIR
RITDÓMAR
277
Sveini Skorra Höskuldssyni, „sem þess sjónarmiðs hafi gætt meira síðasta
áratuginn eða svo, að Halldóri takist með stílsnilld einni saman að hefja
til listrænnar fullkomnunar söguefni, sem í sjálfu sér standist ekki sam-
anburð við skáldsögur hans frá fjórða og fimmta áratugnum" (35). Eins
og áður hefur verið vitnað til, minnir Vésteinn Ólason okkur á, að skáldið
hafi „misst trúna á það að kenningarkerfi Karls Marx eða annarra sósíalista
geti leyst vanda mannsins" (44). Og Njörður vitnar (154) í samtalsbókina
Skeggræður gegnum tiðina (1972), þar sem skáldið lítur um öxl: „Það sem
var heilagur sannleikur í gær eru svik og hræsni í dag. Og þjóðfélagið góða
sem við ætluðum að skapa er hætt að vera skurðgoð eða guðsmynd."
En það er auðvitað alltof einföld skýring að skáldið hafi af einhverjum
persónulegum hvötum gengið af fyrri trú sinni. Ef til vill eru það frekar
tímarnir og heimurinn sem hafa breyzt en maðurinn Halldór Laxness. Sú
framtíðarvon tengd framkvæmd sósíalismans í Sovétríkjunum, sem einu
sinni var rík með róttækum mönnum víða um heim, hefur farið lieldur
rénandi jafnvel með ákveðnum marxistum. Það er eitt tímans tákn, að
foringi ítalska kommúnistaflokksins, Enrico Berlinguer, skuli nýlega (júní
1976) hafa sagt í blaðaviðtali, að hann kysi heldur að Ítalía væri kyrr í
Atlantshafsbandalaginu en að hún gengi í Varsjárbandalagið.
Og vonbrigðin rista dýpra. „Sósíaliskt" þjóðskipulag virðist ekki lengur
nein trygging fyrir mannsæmandi og betra lífi frekar en „borgaralegt". Enda
leggja sósíalisku ríkin, eldri og yngri, mesta kapp á að ná sem fljótast iðn-
þróun hins kapítalistiska vestræna heims. Þar sem eitt æðsta takmark skipu-
lags og tækni er að geta framleitt eigin kjarnorkuvopn, verða sérfræðinga-
vald og hin ýtrasta verkaskipting sameiginlegt böl manna. Hvort sjálft
stjórnkerfið telst „borgaralegt" eða ,sósíaliskt“ skiptir litlu máli. Maðurinn
verður hvar sem er og hvort sem er fangi hins volduga framleiðslukerfis,
„framandgerður" þjónn þess við færiband sitt. En í greininni „Upphaf mann-
úðarstefnu" (1964) óttast Halldór Laxness að þar sem borgarastéttinni sé
útrýmt komi í staðinn sá kapítalismi, ríkiskapítalisminn, sem býður heim
einræði og ógnaræði og einn er miskunnarlausari en hið marghöfðaða auð-
kerfi borgarastéttarinnar". „Þjóðfélagið góða“, þar sem maðurinn er æðsta
takmark, virðist fjær en nokkru sinni fyrr.
Þróun sú, sem við erum nú vitni að, gefur þá litla ástæðu til bjartsýni og
trúar á það óskiljanlega kvikindi, „sem oft er talað um í Danmörku og
kallað samfúnnet" (Guðsgjafaþula, bls. 91—92). Það er ekki ólíklegt, að
hún hafi átt mikilvægan þátt x vonbrigðum Halldórs Laxness, eins og ann-
arra. Andúð á öllum „kerfum", „heilbrigð skynsemi", „mannúðarstefna",
„taóismi" og fullkomnun listarinnar verða viðbrögð skáldsins við okkar
heimi, eins og hann er.
Peter Hallberg