Skírnir - 01.01.1976, Side 280
278
RITDÓMAR
HALLDÓR LAXNESS:
í TÚNINU HEIMA
Helgatell, Reykjavík 1975
SKÍRNIR
í túninu heima er saga Halldórs Laxness frá fyrstu árum hans í Reykjavík
upp úr aldamótunum og frá uppeldi hans í Mosfellssveit, þangað til hann
kveður tólf ára gamall heimili foreldra sinna í Laxnesi „fyrir fult og alt“
(248) til að gerast fyrst um sinn „óreglulegur nemandi f Iðnskólanum í
Reykjavík" (246).
Einn mestur viðburður f lífi fjölskyldu hans hans er flutningurinn í júní
1905 að Laxnesi „uppí Moskó sem þessi sveit var þá kölluð af einhverri
misskilinni fyrirlitníngu á Rússlandi" (25). í þá daga var þetta fjögurra
tíma lestaferð: „Tilvonandi heimafólk í Laxnesi, sex manns lausríðandi;
undirritaður á kodda tvoriða um hnakkkúluna fyrir framan föður sinn.“ (23)
Þar með verða fyrstu þáttaskil í ævi þriggja ára drengsins: „Nýtt lif var
byrjað fyrir mér og okkur öllum. Ég gat ekki betur séð en þessi heimur
hefði einlægt staðið hér alskapaður og verið að bíða eftir okkur." (38) Nú
tekur við „innansveitarkronika". Höfundurinn bregður upp lifandi og
margþættri mynd af Mosfellssveitinni og fólkinu þar. Það er fögur og að-
laðandi mynd af íslenzku sveitalífi á árunum fyrir heimsstyrjöldina fyrri
— allt önnur en sú, er skáldið gaf okkur um tvítugt í Nokkmm sögum (1923)
sínum. Skuggahliðar þessa lífs eru nú horfnar eins og dögg fyrir sólu,
fimmtíu árum seinna er allt skoðað í ljóma bjartra endurminninga.
Osjaldan er gerður samanburður á þeim tíma og mannlifi á okkar dög-
um. Þar er til dæmis stórheimilið, „sem ég var svo heppinn að ná í skottið
á í mínu lífi“: „Stórheimili þýddi ekki að heimilin væru stór, heldur bjuggu
þar saman þrjár kynslóðir venslafólks ásamt því óvensluðu fólki sem af
einhverjum ástæðum gerðist fjölskyldunni áhent, allir sem einn maður,
sumir um stundarsakir, aðrir ævilángt." (102). Yfirleitt var sambúð manna
með persónulegra og hlýlegra móti en nú. Á einum stað kveður höfundur-
inn upp svohljóðandi dóm um tvenna tíma; engum getur dulizt, hvorum
megin samúð hans er. í tilefni af gömlu vottorði handa vegavinnumanni,
stíluðu af föður Halldórs, segir sonurinn: „Þegar ég fer að rýna í þennan
einfalda texta líður um hug mér og hjarta blær af heimi sem einusinni var,
og reyndar lángt frá því að vera góður, þó hann væri á margan hátt betri
en okkar heimur núna; en á þessari liðnu tið kom hlýtt hjartalag, grand-
vör framkoma og virðíng fyrir náúnganum í staðinn fyrir réttlæti úr tölvu;
þar var sú fegurð í mannlegri sambúð sem ekki varð lifað án þrátt fyrir
alt og alt og alt.“ (228) Nútíma „þjóðfélag", sem svo er kallað, hvers konar
félagsskapur er það? Að minnsta kosti er áritun þess „óþekt og ekki hægt
að fara í mál við það“. Eitt er víst, að oft þegar menn tala nú orðið um
þjóðfélag, „meina þeir striðsfélag eða ófriðarfélag, þar sem einlægt er verið
að jagast og fljúgast á; annað ekki“ (102—103).
Skáldið óttast um örlög uppsprettulindar þeirrar, sem er í túnjaðri Lax-