Skírnir - 01.01.1976, Page 282
280
RITDÓMAR
SKÍRNIR
að hann hafi aldrei ráðið „dul þessarar konu“, getur hann fullyrt, „að
hún var bjargvættur minn alla tíð á meðan hennar naut við; og er enn.
Fyrir kom að hún lét leysa út bestu kúna sína úr fjósinu mín vegna, en
hún sagði mér aldrei frá því, sendi mér aðeins andvirðið með vanalegri af-
sökun hvað þetta væri lítið“ (98).
Eins og oft áður hjá Halldóri, til dæmis í handritinu Heiman eg fór frá
1924 (prentuðu 1952), Alpýðubókinni (1929) og sögunni „Tryggur staður" í
Sjöstafakverinu (1964), er auðvitað aftur minnzt á móðurömmu hans, Guð-
nýju Klængsdóttur. En nú er mynd hennar orðin fyllri og ef til vill raun-
særri. Þessi forneskjulega kona veitti dóttursyni sínum innsýn í aldagamla
íslenzka menningu. Hún „var ekki sögu-amma, afturámóti óendanleg vísna-
amma“, og hún þuldi yfir honum vísur, stundum með öllu óskiljanlegar.
En skáldið segist hafa haft gaman af þessum vísum, „einkum ef ég skildi
ekki par i þeim, því þá var ég frjáls að leggja þær út einsog ég vildi“ (43).
Dæmi:
Leppadreingir háðu hopp
huppmuppara litu bupp
frægir reyndu skjómaskopp
skruppu til og gáfust upp.
Halldór hefur munað vel eftir þessum kveðskap, sem hann lærði „athuga-
semdalaust“. Þannig leggur hann tvær fyrstu línurnar í vísu þeirri, sem
nú var tilfærð, í munn stúdenti í Fegurð himinsins (1940), þar sem Ljós-
víkingurinn er beðinn að botna vísuna. Guðný hefur auðsjáanlega á sinn
hátt verið dul kona eins og dóttir hennar og hugsað ýmislegt með sjálfri
sér. Halldór tilgreinir athugasemd hennar, þegar hún kom að drengnum,
þar sem hann var að lesa Biblíuna: „Það er nú ekki allt satt sem í henni
stendur, Biflíunni þeirri arna.“ En á „oftjáníngartímum einsog okkar"
mundi þetta „nokkurnveginn jafngilda því ef sagt væri núna: þetta er
haugalýgi frá rótum" (116). Það er ekki laust við, að þessi orð ömmu hans
minni dálítið á þau, sem Snorri hefur eftir Þórði ístrumaga í Ólafs sögu
helga, þegar biskup hefur verið látinn segja bændum í Guðbrandsdal „marg-
ar jartegnir, er guð hafði gert“: „Mart mælir hyrningr sjá, er staf hefir í
hendi ok upp á sem veðrarhorn sé bjúgt."
Yfirleitt hafa foreldrar Halldórs sýnt listhneigð og skriffinnsku sonarins
alveg óvenjulegan skilning — en þessi tilhneiging hans gerði snemma vart
við sig. Fyrir kom að vísu, að móður hans þótti nóg um og notaði einu
sinni fjarveru hans til að koma hinum hrikalegu afköstum skrifæðis hans
fyrir kattarnef — sjálfsagt áhyggjufull út af þessari ástríðu drengsins og
stöðugum innisetum við skriftir, enda er hann „ekki einsog fólk er flest":
„Sveitin komst við.“ (203) En faðir hans, sem var sönghneigður maður og
lék sjálfur á fiðlu og orgel, kenndi honum undirstöðuatriði í hljómlist og
sá um að honum var veitt frekari tilsögn í henni, um tíma einnig í dráttlist.
Þó að þessar endurminningar fjalli meðal annars á skenrmtilegan hátt