Skírnir - 01.01.1976, Qupperneq 283
SKÍRNIR
RITDÓMAR
281
ura ýmsa algenga reynslu sveitadrengs og leiki hans, er hér umfrara allt um
skáldatíma að ræða. Við fáum fróðlega vitneskju um vxðtækan lestur Hall-
dórs. Hann var alæta á alls konar lestrarefni, enda virðist hafa verið greið-
ur aðgangur að því: íslendingasögur, ævintýri H. C. Andersens, Þúsund og
ein nótt, sögur Einars Kvarans og Jóns Trausta, þýddir reyfarar, róman-
tískur kveðskapur úr nótnaheftunum o. s. frv. Og hann hélt snemma sjálfur
inn á skáldabrautina: „Mikill bóklestur í einveru heima vakti hjá mér
laungun til þess að búa til bækur sjálfur, og /.../ mun ég hafa verið
sjö vetra þegar ég fór að skrifa sögur uppúr sjálfum mér" (198). Merkileg-
ast rita hans á þessu skeiði hefur verið bók að nafni Afturelding, „ein sú
leingsta skáldsaga sem samin hefur veiið á íslensku". En henni var beint
gegn endurlausnarkenningunni og stærðin miðuð við skáldsögu eftir frú
Torfhildi Hólrn, sem „fjallaði um sigur kristninnar á íslandi í fornöld".
Þetta rnikla handiit var ennþá til um 1930, „því það ár rendi Erlendur
Guðmundsson yfir það augum og sagði að ég hefði 12 ára dreingur skrifað
einsog Kristín Sigfúsdóttir sem var rnikill tískuhöfundur hér á landi þá og
kölluð Selma Lagerlöf íslands" (148). Það hefur sxðan týnzt, ef til vill af
völdum móður höfundarins. Ef svo sé, segir sonur hennar, „hafi hún sæl
tortímt því; ég hygg það muni taka af síðari mönnum óþarfa áreynslu i
bókmenntarannsóknum" (205).
I köflunum um lestur og bókmenntir er komið víða við. Meðal annars
er brugðið upp minnisstæðum myndum af ýmsunx íslenzkum rithöfundum,
nafnkunnum jafnt og næstum því gleymdum. Persónuleiki Jóns Sveinssonar,
„Nonna“, hefur verið Halldóri mikið umhugsunarefni og ráðgáta, frá því
að þeir kynntust fyrst. En þessi kristmunkur og víðfrægi kaþólski höfttndur
var alla ævi sína „þessi eyfirski dreingur" (159). Enda hafði hann einu sinni
gefið móður sinni það loforð, „að sá dagur skyldi aldrei yfir hann renna
á jörðinni að hann héldi ekki áfram að vera sá tólf vetra sveinn sem hann
var á þeim degi er hann kvaddi hana“. Sonurinn „brást ekki þessari tígug-
legu heimskonu" (157). Slíkum manni verður ekki lýst nema i þversögnum.
Hann er „næstum of ótrúlegur til að vera sannur; og of sannur til þess að
vera trúlegur" (156); hann er „períferiskur maður í sentrum; jafnvel óút-
reiknanlegur með pí“ (162). í þessu sambandi fáum við einnig að vita, að
höfundurinn hefur haft ljósmynd af nxóður Nonna, „þessari tíguglegu heims-
konu", sem „átti heimili sitt um skeið vestrá Kyrrahafsströnd", fyrir sér,
þegar hann var , að gera tilraun til að lýsa Úu í Kristnihaldi" (158—59).
Skáldi notast efni allsstaðar frá, og stundum úr ófyrirsjáanlegri átt.
Á einum stað segir Halldór frá því, að pabbi hans hafi vakið hann
snemma einn morgun, þegar hann var sjö ára, og gefið honum „póstkort
nxeð mynd af dönsku málverki af Gunnari á Hlíðarenda, þar sem hetjan
stendur við hólmann á sandinunx og ræður við sig að snúa aftur". En aftan
á kortið lxafði faðir hans „skrifað þessa einföldu minníngu við son sinn:
,Elsku Dóri minn, hérna gef ég þér mynd af Gunnari á Hlíðarenda. Gunnar
vildi heldur sntia aftur og etja við erfiðleikana heima en hverfa burt xir