Skírnir - 01.01.1976, Page 286
284
RITDÓMAR
SKÍRNIR
áhugavert fyrir áhugamenn um bókmenntir og sögu. Hitt er miklu meira
áhorfsmál hvort þetta efni sé líklegt til að ná til lesenda, eða birtingu þess
af öðrum ástæðum skynsamlega hagað með þeim hætti sem nú var lýst.
Og það er tímabært að ræða einmitt í tilefni af stofnun Griplu.
Það er aikunna að oft eru fyrirlestrar og annað efni sem til fellur á al-
þjóðlegum ráðstefnum á borð við fornsagnaþingið 1973 birt í sérstökum
bókum. Skemmst er að minnast annarrar slíkrar ráðstefnu sem haldin var í
Reykjavík sumarið 1974 á vegum alþjóðlegra samtaka um norræn fræði
(IASS) og hefur efni hennar síðan birst í myndarlegu riti: Ideas and Ideo-
logies in Scandinavian Literature since the First World War, sem Rann-
sóknastofnun í bókmenntafræði við Háskóla íslands gaf út í fyrra. Nú má
vel vera að engin ástæða hafi þótt til að birta með slíku móti alla fyrir-
lestra fornsagnaþingsins, eða fjárhags-ástæður ekki leyft það ef þess hefur
þótt vert. Það er líka líklegt að langflestir fyrirlestrarnir eigi auðveldlega
innangengt til birtingar í ýmsum erlendum og alþjóðlegum tímaritum sem
um þessi fræði fjalla, og hafa trúlega ýmsir birst í slíkum ritum. íslenska
efni Griplu gæti að sínu leyti auðveldlega birst í innlendum ritum, þeim
sem gagngert helga sig íslenskum bókmenntum og sögu þeirra eins og Studia
Islandica og Skírnir, eða þá öðrum ritum. En vandséð er að þörf sé fyrir
sérstakt tímarit til að koma neinu þessu efni á framfæri.
Hitt má aftur á móti mætavel hugsa sér að ástæða hefði þótt til að gera
efni fornsagnaþingsins með einhverjum hætti aðgengilegt íslenskum les-
endum. Því er ekki vert að gleyma að hér á landi er einasti hópur almennra
lesenda sem líklegt er að óreyndu að hafi áhuga á viðfangsefnum þess. En
hvað á rit eins og Gripla marga lesendur vísa i hóp fræðimanna innan-
lands eða utan, þar sem norræn fræði eru stunduð — nokkra tugi eða
kannski hundruð manns? Vel má hugsa sér einhvers konar úrval úr fyrir-
lestrunum á þinginu fyrir almenna lesendur, auðvitað í íslenskri þýðingu
og frágangi sem að öðru leyti væri hagað með tilliti til lesenda í hópi leik-
manna. Vitaskuld hefði slík útgáfa efnisins allt hið sama „fræðilega gildi"
og prentun fyrirlestranna x óbreyttri mynd frá því sem flutt var á þinginu
sjálfu, og kæmi að öðru því gagni sem Gripla kannski gerir. Maður hlýtur
að ætla að erlendir fræðimenn sem um íslenskar fomsögur fjalla séu allir
sem einn læsir á íslensku.
Hér skal því svo sem ekki haldið fram að Árnastofnun hefði endilega átt
að efna til slíkrar bókar upp úr efnivið fornsagnaþingsins. En ótvírætt er
það í verkahring stofnunarinnar að starfa með þvílíkum hætti i þágu al-
rnennra lesenda í landinu, þótt þeirrar stefnu hafi lítt gætt í útgáfustarfi
hennar til þessa. Hins vegar má hún með engu móti stuðla að því að ein-
angra viðfangsefni sín frá annairi bókmennta-starfsemi, eða torvelda aðgang
eða slæva áhuga almennra lesenda á þeim undir yfirskini fræða eða vísinda.
En er þá nokkuð á móti því að birta þetta eða annað efni með þeim hætti
sem gert er i Griplu? Margt mælir raunar á móti því. Engin ástæða er til
að verja dýrmætum tíma, fé og starfskröftum Árnastofnunar til að vinna