Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1982, Page 65

Skírnir - 01.01.1982, Page 65
SKÍRNIR RÓMARVALD OG KIRKJUGOÐAR 63 III Mikill misskilningur er að halda að íslenskir höfðingjar hafi snúist einarðlega gegn kirkjuvaldsstefnunni í upphafi 13. aldar og allt tal um „þjóðlega“ kirkjustefnu virðist vera illa grund- vallað. í sögu Páls biskups segir um Guðmund biskup að „hann virti hvorki mennina né landslögin" og er þetta túlkað svo að þeir sem fylgdu hinni „þjóðlegu" stefnu hafi virt landslögin en Guðmundur ekki. Orð Pálssögu eiga fyrst og fremst við afstöðu Guðmundar til dómsvalds í klerkamálum þar sem hann taldi rétt sinn skýlausan og leyfa þau vart víðtækar ályktanir um af- stöðu hans til landslaga almennt.31 Magnús biskup reyndi að vinna samþykktum kirkjuþinga og skipunum páfa hylli í lögréttu og naut líklega við það valda Haukdæla og vensla þeirra, en þessi leið var Guðmundi lítt fær af pólitískum ástæðum. Hæpið er og líklega út í hött að telja Magnús fulltrúa „þjóðlegrar“ kirkjustefnu en hann var líkast til ekki eins harður fulltrúi kirkjuvaldsstefnu og Guðmundur Arason. Og ætli gagnrýni höfundar Pálssögu beinist ekki fremur að aðferðum Guðmundar en málstað? 1 máldaga Viðeyjarklausturs, sem talinn er vera frá 1226, segir að guðslög skuli ráða um málefni klaustursins og er þetta vafa- laust sett að frumkvæði þeirra bræðra, Magnúsar biskups og Þor- valds prests, sem var einn helsti höfðingi landsins og gerðist kan- oki í Viðey. Sonur Þorvalds var Gissur djákni, síðar jarl, sem mun hafa ráðið mestu á þingi árið 1253 þegar ákveðið var að guðslög skyldu ráða þegar þau greindi á við landslög. Gissur hlýtur að hafa ljáð samþykki sitt við þessu. Sökum ættar og vígslu var hann líklega hlynntur eflingu kirkjuvalds. Hann hafði verið í Róm árið 1247 eða „farið út til páfa“ eins og það hét og „fékk þar lausn allra sinna mála“. Skýringin á lögréttu- samþykktinni frá 1253 er tæplega sú að Gissur hafi verið ein- dreginn kirkjuvaldssinni gegn veraldlegu valdi á árunum eftir Rómarferð sína. En frá hans sjónarhóli hefur e. t. v. komið til greina sú málamiðlun að guðslög yrðu æðri landslögum ef ver- aldlegir höfðingjar ættu jafnframt aðild að dómum í málum kirkna og klerka. Hugmyndir af slíku tagi munu hafa verið uppi í Noregi; skv. Konungsskuggsjá frá sjötta áratugnum skyldi kon-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.