Skírnir - 01.01.1982, Side 167
SKÍRNIR
BRÉF TIL SKÍRNIS
165
stjómarfar og stjórnarstefnu þjóðarinnar að einhverju leyti við kröfur Þriðja
ríkisins. Ráðamenn lýðræðisflokkanna töldu, að öryggi landsins stafaði mest
hætta af Þjóðverjum, og ekkert var þeim því fjær skapi en biðja Adolf Hitler
að vernda sig fyrir honum sjálfum. Sá var hinn marktæki munur á afstöðu
þeirra og Gunnars Thoroddsens.
5. Werner Gerlach og Buchemvald (187—88)
Eg get að nokkru leyti tekið undir það, sem Sigurður segir um þetta efni,
ekki verður enn „með vissu sagt um hvort Gerlach hafi starfað í Buchen-
wald eða ekki“. Aftur á móti eru til gögn frá Himmler, sem bendla Gerlach
ótvírætt við fangabúðakerfi SS, og aðrar heimildir vísa á Buchenwald.
Ég tel yfirgnæfandi líkur fyrir því, að hann hafi verið viðriðinn starf-
semi þessara búða. Sigurður tilgreinir þær fjórar heimildir, sem ég hef fyrir
þessu. Þær styðja eindregið hver aðra, en eru þó alls óskyldar. Þótt ég hafi
ekki tekið það fram x bókinni, átti að gefa Gerlach leiðarbréf í allar fanga-
búðir SS í tengslum við einhvers konar málaferli, sem yfirvöld f Buchenwald
voru að hefja gegn öðrum SS-lækni frá Jena. Og jafnvel í náttúrugripasafni
ræðismannsins mátti finna smáþráð til fangabúðanna illræmdu: „Tertiár-
funde aus Lager Buchenwald“.í~
En víkjum nú aftur að heimildunum fjórum, sem ég ályktaði af í bókinni.
Meðal þeirra er bréf „manns að nafni Desmond Morton, majórs“, sem Sig-
urður þekkir greinilega ekkert til og segir ranglega, að „hafi haldið því
fram eftir stríðið að Gerlach hefði verið einn af stjórnendum Buchenwald-
fangabúðanna". Morton hélt þessu fram í bréfi, sem hann skrifaði 11. apríl
1940, eins og tilvísun í bókinni sýnir.13 Sigurður hefur það einnig rangt
eftir, að höfundur geti þess, „að ekki sé vitað hvaðan Morton hafi [haft]
vitneskju sína“. Ég leiði þá spurningu hjá mér, en hef að vísu ákveðna
hugmynd um svarið. Hins get ég, að ekki sé vitað, hvað þessi kunni breski
embættismaður taldi sig vita um atferði Gerlachs. Fullyrðing Mortons um
að ræðismaðurinn hefði starfað í Buchenwald (sem „one of the controlling
officials“) hlýtur að vega allþungt á metunum, þótt majórinn hafi líklega
gert sér ranga hugmynd um stöðu Gerlachs þar.l-l Á tímabilinu 1930—39 var
Morton yfirmaður breskrar ríkisstofnunar, Industrial Intelligence Centre,
sem hélt uppi njósnum í Þýskalandi með góðurn árangri. Til dæmis var sú
trausta vitneskja, sem Winston Churchill bjó yfir um vígbúnað Þjóðverja,
að mestu fengin frá Morton.15 Hann var í þeirri aðstöðu að geta fylgst
með því, hverjir létu til sin taka t fangabúðum nasista. Það sannar ekki sak-
leysi Gerlachs, að hann skyldi ekki dreginn fyrir dóm. Síðan ég skrifaði bók
mína, hefur saksóknari Bandamanna, dr. Robert M.W. Kempner, sem yfir-
heyrði Gerlach við stríðsglæparéttarhöldin í Niirnberg, staðfest, að hann
hafi þá ekki haft undir höndum þau gögn, sem ég studdist við.16 Gerlach
virðist því hafa tekist að komast hjá yfirheyrslum vegna sambands síns við
Himmler og afskipta sinna af föngum nasistastjórnarinnar, látnum eða lif-
andi. Hann var ekki einn um þetta. Meirihluti þeirra þúsunda manna, sem