Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1982, Page 167

Skírnir - 01.01.1982, Page 167
SKÍRNIR BRÉF TIL SKÍRNIS 165 stjómarfar og stjórnarstefnu þjóðarinnar að einhverju leyti við kröfur Þriðja ríkisins. Ráðamenn lýðræðisflokkanna töldu, að öryggi landsins stafaði mest hætta af Þjóðverjum, og ekkert var þeim því fjær skapi en biðja Adolf Hitler að vernda sig fyrir honum sjálfum. Sá var hinn marktæki munur á afstöðu þeirra og Gunnars Thoroddsens. 5. Werner Gerlach og Buchemvald (187—88) Eg get að nokkru leyti tekið undir það, sem Sigurður segir um þetta efni, ekki verður enn „með vissu sagt um hvort Gerlach hafi starfað í Buchen- wald eða ekki“. Aftur á móti eru til gögn frá Himmler, sem bendla Gerlach ótvírætt við fangabúðakerfi SS, og aðrar heimildir vísa á Buchenwald. Ég tel yfirgnæfandi líkur fyrir því, að hann hafi verið viðriðinn starf- semi þessara búða. Sigurður tilgreinir þær fjórar heimildir, sem ég hef fyrir þessu. Þær styðja eindregið hver aðra, en eru þó alls óskyldar. Þótt ég hafi ekki tekið það fram x bókinni, átti að gefa Gerlach leiðarbréf í allar fanga- búðir SS í tengslum við einhvers konar málaferli, sem yfirvöld f Buchenwald voru að hefja gegn öðrum SS-lækni frá Jena. Og jafnvel í náttúrugripasafni ræðismannsins mátti finna smáþráð til fangabúðanna illræmdu: „Tertiár- funde aus Lager Buchenwald“.í~ En víkjum nú aftur að heimildunum fjórum, sem ég ályktaði af í bókinni. Meðal þeirra er bréf „manns að nafni Desmond Morton, majórs“, sem Sig- urður þekkir greinilega ekkert til og segir ranglega, að „hafi haldið því fram eftir stríðið að Gerlach hefði verið einn af stjórnendum Buchenwald- fangabúðanna". Morton hélt þessu fram í bréfi, sem hann skrifaði 11. apríl 1940, eins og tilvísun í bókinni sýnir.13 Sigurður hefur það einnig rangt eftir, að höfundur geti þess, „að ekki sé vitað hvaðan Morton hafi [haft] vitneskju sína“. Ég leiði þá spurningu hjá mér, en hef að vísu ákveðna hugmynd um svarið. Hins get ég, að ekki sé vitað, hvað þessi kunni breski embættismaður taldi sig vita um atferði Gerlachs. Fullyrðing Mortons um að ræðismaðurinn hefði starfað í Buchenwald (sem „one of the controlling officials“) hlýtur að vega allþungt á metunum, þótt majórinn hafi líklega gert sér ranga hugmynd um stöðu Gerlachs þar.l-l Á tímabilinu 1930—39 var Morton yfirmaður breskrar ríkisstofnunar, Industrial Intelligence Centre, sem hélt uppi njósnum í Þýskalandi með góðurn árangri. Til dæmis var sú trausta vitneskja, sem Winston Churchill bjó yfir um vígbúnað Þjóðverja, að mestu fengin frá Morton.15 Hann var í þeirri aðstöðu að geta fylgst með því, hverjir létu til sin taka t fangabúðum nasista. Það sannar ekki sak- leysi Gerlachs, að hann skyldi ekki dreginn fyrir dóm. Síðan ég skrifaði bók mína, hefur saksóknari Bandamanna, dr. Robert M.W. Kempner, sem yfir- heyrði Gerlach við stríðsglæparéttarhöldin í Niirnberg, staðfest, að hann hafi þá ekki haft undir höndum þau gögn, sem ég studdist við.16 Gerlach virðist því hafa tekist að komast hjá yfirheyrslum vegna sambands síns við Himmler og afskipta sinna af föngum nasistastjórnarinnar, látnum eða lif- andi. Hann var ekki einn um þetta. Meirihluti þeirra þúsunda manna, sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.