Skírnir - 01.01.1982, Side 188
186
HEIMIR ÞORLEIFSSON
SKÍRNIR
gætu orðið grundvöllur frambúðarlausnar málsins. Þá þurfi til slíks
samkomulags samþykki löggjafarþinga viðkomandi ríkja, sem naum-
ast væri unnt að reiða sig á, a.m.k. ekki hvað alþingi viðkæmi. (bls.
102-103)
Gils segir:
Viðbrögð Magnúsar Stephensens landshöfðingja urðu að þessu sinni
nokkuð önnur en árið áður. Nú lýsir hann því yfir, að hann telji sig
umboðslausan til samninga við Atkinson. Segist hann vita til þess,
að samningaumleitanir standi yfir um þessi ágreiningsmál milli
dönsku og bresku stjómanna og að svipuðu tilboði og Atkinson geri
nú, hafi verið hafnað af utanríkisráðherra Dana. Loks benti lands-
höfðingi á, að til þess að slíkt samkomulag yrði gildandi, þyrfti til
þess samþykki löggjafarþinga viðkomandi ríkja, og væri allsendis óvíst
um afstöðu alþingis til málsins. (bls. 62)
Þessi þrjú dæmi verða látin nægja til þess að sýna, hvernig Gils Guð-
mundsson endursegir texta Gísla Ágústs Gunnlaugssonar.
Höfundur Togaraaldar 1 birtir allmargar þýðingar í riti sínu. Stundum
er þess getið, hvaða texti hafi verið þýddur, en yfirleitt ekki, hver þýtt hafi.
Gæti virzt sem höfundur hafi sjálfur þýtt texta úr ýmsum áttum, en svo
mun þó trauðla vera. Fyrsti þýddi texti bókarinnar er á 12. bls., og er sagður
vera úr blaðinu The Scotsman 4.-5. apríl 1907. Ekki er getið um uppruna
þýðingarinnar, en Ijóst er, að hún er komin úr maíhefti Ægis 1907 (bls. 100—
103), og er að líkindum eftir ritstjórann, Matthías Þórðarson. í Togaraöld-
inni 1 eru birtir nær tveir dálkar innan tilvitnunarmerkja úr Ægi 1907, en
textanum er þó breytt verulega án þess að um það sé getið.
í Ægi segir:
í þetta mund var alt hafið að flæðarmáli og allir firðir inn í botn
heimilir öllum til þessara veiða, enda varð og brátt sem alþakið væri
hafið með Skotlandsströndum, af þessum botnverplum. Var fiskinum
affermt þar á ströndinni i ýmsum bcejum milli Vikur og Beruvikur,
en einkum i Granatúnum (Granton) og Apardján. Skýrslur um þessi
ár eru mjög ófullkomnar, en svo stendur í skýrslu fiskimálastjómar-
innar árið 1882 að þá hafi 25 skip stundað botnvörpuveiðar að stað-
aldri. 1887 voru 38 ensk skip og 10 skozk, sem þá veiði stunduðu frá
Apardján einni saman, og að auki var þar affermt fiski við og við úr
29 skipum frá Grimsbcc; (Ægir 1907, bls. 100—101)
í Togaraöldinni 1 segir:
í þetta mund var allt hafið að flæðarmáli og allir firðir inn í botn,
heimil öllum til þessara veiða enda varð og brátt sem alþakið væri
hafið með Skotlandsströndum af togurum. Var fiskinum landaS i
ýmsum bœjum á ströndinni, einkum i Granton og Aberdeen. Skýrslur
um skipafjölda og afla þessi árin eru mjög ófullkomnar, en svo stend-
ur í skýrslu fiskimálastjórnarinnar árið 1882, að þá hafi 25 skip
stundað botnvörpuveiðar að staðaldri. Arið 1887 voru 38 ensk skip