Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1982, Side 192

Skírnir - 01.01.1982, Side 192
190 HEIMIR ÞORLEIFSSON SKÍRNIR höfðu oft afskipti af norskum nótaskipum hér við land, og er þessi mynd trúlega frá einhverjum slíkum atburði. Islands Falk tók t.d. fjögur slík skip hinn 9. ágúst 1906 fram undan Haganesvík í Fljótum, en þar voru þau að nótaveiðum í landhelgi (Ægir 1906, bls. 14). 7. mynd (að neðan á bls. 215): Texti þessarar myndar er svo: „Islands Falk hefur orðið fengsæll að þessu sinni. Hefur gómað tvo landhelgisbrjóta og komið þeim inn á Seyðisfjörð.“ Hér er ranglega getið í eyður, því að varðskipið er ekki Islands Falk heldur Beskytteren. Hefur mynd þessi verið birt i bókinni Vore Orlogsskibe eftir Kaj Larsen (Kbh. 1932), bls. 18. Beskytteren var smíðaður árið 1900, og var lengst af notaður sem eftirlitsskip við Færeyjar, en kom þó oft til íslands. I bók Larsens er þess ekki getið, hvar myndin er tekin og á eintaki S.V. Hansens er ekki nefnt, að hún sé frá Seyðisfirði. Sú staðsetning er því trú- lega tilgáta textahöfundar og helgast af myndum þeim, sem á eftir koma. Togararnir tveir eru brezkir og virðist annar heita Quail og vera frá Grimsby. 8. -9. mynd (bls. 216): Þetta eru einu tvær myndirnar í „syrpunni", sem áreiðanlega eiga samflot. I texta Hansens er talað um upptækan afla og veiðarfæri á Seyðisfirði 26. júní 1908. Ekki er þó um að ræða afla og veiðarfæri brezku togaranna, sem voru á myndinni á síðunni á undan heldur tveggja þýzkra togara, sem Is- lands Falk færði þar til hafnar 24. júní. Þeir hétu Emden og Prangen og voru teknir að ólöglegum veiðum við Ingólfshöfða. Skipstjórar voru dæmdir í 1000 kr. sekt hvor, afli og veiðarfæri gerð upptæk (Austri, 27. júní 1908). Niðurstaða athugunar á þessari „myndasyrpu" er því sú, að hún sýni at- hafnir þriggja varðskipa á ýmsum tfmum við afskipti af sjö fiskiskipum af þrenns konar þjóðerni. Myndimar eru teknar víðs vegar við Island og jafn- vel við Færeyjar (7. mynd). Hér er því ekki um að ræða „töku breskra land- helgisbrjóta fyrir austan land“, eins og sagði í auglýsingunni. Af myndunum níu eru aðeins tvær sem örugglega eru teknar vorið 1908, en fullyrt er f bókinni, að þær séu allar frá þvi ári. Hér hefur verið rætt um ljósmyndir þær, sem komnar eru frá S.V. Hansen, af því að til þess var sérstakt tilefni. Einnig var nefnt áður, að myndir og kort væru ekki ávallt frá þeim tíma, sem bókin fjallar um. Reyndar er mesta skekkjan að þessu leyti fólgin í því, að birtar eru fjölmargar myndir eftir Sigurgeir Jónasson, ljósmyndara f Vestmannaeyjum, sem auðvitað eru teknar á síðustu árum. Þær villa reyndar ekki um fyrir neinum og má líta á þær sem listrænt skraut. Því má svo bæta við, að Sigurgeir Jónasson er að heita má eini ljósmyndarinn, sem nafngreindur er í bókinni (getið er Péturs A. Olafssonar á bls. 154). Þó er augljóst, að þar eru ýmsar myndir eftir þekkta ljósmyndara svo sem Sigfús Eymundsson og Magnús Ólafsson. Skulu nú gerðar athugasemdir við nokkrar myndir. Á blaðsíðu 13 er mynd af seglatogara úr ritinu The Sea Fisheries of Great Britain and Ireland (Grimsby 1932). Þess rits er raunar ekki getið, en til skýringar skal nefnt, að myndin birtist í Sögu ísl. togaraútgerðar fram til
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.