Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1982, Side 208

Skírnir - 01.01.1982, Side 208
206 STEFÁN ÓLAFSSON SKÍRNIR ingin og hugtökin eru ekki útfærð á fullnægjandi og skýran hátt, orsaka- greining er yfirborðskennd og órnarkvís, notkun gagna er ófullnægjandi og umfjöllun um rxkjandi viðhorf ógagnrýnin og illa skipulögð þannig að greiningin verður mótsagnakennd á köflum. í ljósi þess hversu viðfangs- efnið er heillandi og þýðingarmikið er það vissulega miður að ekki skuli meira hafa verið lagt í verk þetta. Af þeim viðhorfum sem Tomasson telur að hafi mótað nútíma þjóðfélag á íslandi er jafnaðarhugsjónin honum augljóslega efst í huga. Það er raun- ar einn meginþráðurinn í bókinni að íslenska þjóðfélagið sé, og hafi alltaf verið, eitt mesta jafnaðarþjóðfélag sem um getur. Þetta er mjög þýðingar- mikið atriði í ritinu, og því er ekki úr vegi að athuga það örlítið nánar. Víst mun það vera heldur líklcgt að ísiand hafi verið fremur mikið jafn- aðarþjóðfélag fyrr á öldum í samanburði, til dærnis, við evrópsku lénsveldin. Hér vantaði erfðastéttir háaðalsmanna og innlenda stétt verslunar- og embættismanna fram á 19. öld í það minnsta. Auk þess var starfsgreina- skipting í landinu fremur einföld og lífskjör almennt léleg. Með breyttum atvinnuháttum og þróun innlends stjórnkerfis á þessari öld, sem og verulega bættum lífskjörum, hafa allir þessir félagsgerðarþættir breyst mikið og tekið æ rneira mót af þeim einkennum sem eru yfirleitt sameiginleg hinum þróuðu vestrænu þjóðfélögum. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á jöfnuði lífsgæða, tækifæra og valddreifingar á íslandi styðja yfirleitt ekki þá tilgátu að ísland sé nú meira jafnaðarþjóðfélag á þessu sviði heldur en, til dæmis, þjóðfélög frænda okkar í Skandinavíu. Þetta á bæði við um jöfnuð milli stétta og kynja. (Tomasson tekur reyndar undir það síðarnefnda — án þess þó að draga af því nokkrar ályktanir fyrir röksemdir sínar.) Helstu gögnin sem Tomasson byggir jafnaðartilgátu sína á eru frásögur af samskiptum fólks, allt frá persónum sögualdarbókmenntanna til lýsinga erlendra ferðalanga frá 19. öld, og reynsla hans sjálfs af slíkum samskiptum í samtímanum. Röksemdin er sú, að íslendingar sýni lítinn undirlægjuhátt eða snobbi lítið í samskiptum sín á milli, sama úr hvaða starfsstétt einstak- lingamir séu. Lítil virðing sé borin fyrir yfirvöldum, „æðri stéttum", titlum og virðingartáknum (status symbols). Á íslandi tali allir við alla óháð virð- ingarstöðu í þjóðfélaginu. Þetta er sem sé meginforsendan fyrir þeirri álykt- un Tomassons, og reyndar fleiri fræðimanna, að íslenska þjóðfélagið sé sér- staklega stéttlaust jafnaðarþjóðfélag. Það sem er aðfinnsluvert við þessa röksemd er sá skilningur sem Tomasson leggur í stéttar- og jafnaðarhugtökin. Hann leggur að jöfnu ólíka þætti lagskiptingarinnar, þ. e. virðingarstétt (status) og efnahagsstétt (class). Fyrri þátturinn höfðar til viðhorfa og samskiptaþátta, þ. e. þeirra atriða sem Tomasson er tíðrætt um, en sá seinni höfðar til lífskjara, tækifæra og vald- dreifingar. Það er því í hæsta máta óvarlegt og óverjandi að alhæfa um stéttleysi út frá staíur-hugtakinu einu sér. ísland er líklega mjög lítið status- þjóðféiag, þ. e. samskipti fólks eru yfirleitt óformleg og opinská, eins og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.