Skírnir - 01.01.1982, Page 208
206
STEFÁN ÓLAFSSON
SKÍRNIR
ingin og hugtökin eru ekki útfærð á fullnægjandi og skýran hátt, orsaka-
greining er yfirborðskennd og órnarkvís, notkun gagna er ófullnægjandi og
umfjöllun um rxkjandi viðhorf ógagnrýnin og illa skipulögð þannig að
greiningin verður mótsagnakennd á köflum. í ljósi þess hversu viðfangs-
efnið er heillandi og þýðingarmikið er það vissulega miður að ekki skuli
meira hafa verið lagt í verk þetta.
Af þeim viðhorfum sem Tomasson telur að hafi mótað nútíma þjóðfélag
á íslandi er jafnaðarhugsjónin honum augljóslega efst í huga. Það er raun-
ar einn meginþráðurinn í bókinni að íslenska þjóðfélagið sé, og hafi alltaf
verið, eitt mesta jafnaðarþjóðfélag sem um getur. Þetta er mjög þýðingar-
mikið atriði í ritinu, og því er ekki úr vegi að athuga það örlítið nánar.
Víst mun það vera heldur líklcgt að ísiand hafi verið fremur mikið jafn-
aðarþjóðfélag fyrr á öldum í samanburði, til dærnis, við evrópsku lénsveldin.
Hér vantaði erfðastéttir háaðalsmanna og innlenda stétt verslunar- og
embættismanna fram á 19. öld í það minnsta. Auk þess var starfsgreina-
skipting í landinu fremur einföld og lífskjör almennt léleg.
Með breyttum atvinnuháttum og þróun innlends stjórnkerfis á þessari öld,
sem og verulega bættum lífskjörum, hafa allir þessir félagsgerðarþættir
breyst mikið og tekið æ rneira mót af þeim einkennum sem eru yfirleitt
sameiginleg hinum þróuðu vestrænu þjóðfélögum. Þær rannsóknir sem
gerðar hafa verið á jöfnuði lífsgæða, tækifæra og valddreifingar á íslandi
styðja yfirleitt ekki þá tilgátu að ísland sé nú meira jafnaðarþjóðfélag á
þessu sviði heldur en, til dæmis, þjóðfélög frænda okkar í Skandinavíu.
Þetta á bæði við um jöfnuð milli stétta og kynja. (Tomasson tekur reyndar
undir það síðarnefnda — án þess þó að draga af því nokkrar ályktanir fyrir
röksemdir sínar.)
Helstu gögnin sem Tomasson byggir jafnaðartilgátu sína á eru frásögur
af samskiptum fólks, allt frá persónum sögualdarbókmenntanna til lýsinga
erlendra ferðalanga frá 19. öld, og reynsla hans sjálfs af slíkum samskiptum
í samtímanum. Röksemdin er sú, að íslendingar sýni lítinn undirlægjuhátt
eða snobbi lítið í samskiptum sín á milli, sama úr hvaða starfsstétt einstak-
lingamir séu. Lítil virðing sé borin fyrir yfirvöldum, „æðri stéttum", titlum
og virðingartáknum (status symbols). Á íslandi tali allir við alla óháð virð-
ingarstöðu í þjóðfélaginu. Þetta er sem sé meginforsendan fyrir þeirri álykt-
un Tomassons, og reyndar fleiri fræðimanna, að íslenska þjóðfélagið sé sér-
staklega stéttlaust jafnaðarþjóðfélag.
Það sem er aðfinnsluvert við þessa röksemd er sá skilningur sem Tomasson
leggur í stéttar- og jafnaðarhugtökin. Hann leggur að jöfnu ólíka þætti
lagskiptingarinnar, þ. e. virðingarstétt (status) og efnahagsstétt (class). Fyrri
þátturinn höfðar til viðhorfa og samskiptaþátta, þ. e. þeirra atriða sem
Tomasson er tíðrætt um, en sá seinni höfðar til lífskjara, tækifæra og vald-
dreifingar. Það er því í hæsta máta óvarlegt og óverjandi að alhæfa um
stéttleysi út frá staíur-hugtakinu einu sér. ísland er líklega mjög lítið status-
þjóðféiag, þ. e. samskipti fólks eru yfirleitt óformleg og opinská, eins og