Skírnir - 01.09.1992, Page 11
SKÍRNIR
FREYR FlFLDUR
273
hann hefði til annars ætlað“ (286:1223). Snorri Sturluson hafði
stuttu áður tryggt Solveigu föðurarf til jafns við bræður hennar
og hefur líklega ætlað sér hana fyrir konu.
Þeim frændum verður síðan margt að deilu. Snorri leggur á
ráðin með að stinga ríki Sturlu undan honum og heppnast að
komast yfir hið forna goðorð föður síns, Snorrungagoðorð (300:
1227). Sturla Sighvatsson er þannig sviptur ríkinu sem tryggði
honum hið glæsilega kvonfang. Sturla hafði tveimur árum áður
tekið við goðorði Seldælinga á Vestfjörðum gegn því að styrkja
syni Hrafns Sveinbjarnarsonar í deilu þeirra við drápsmann föður
þeirra, Þorvald Snorrason Vatnsfirðingagoða (294:1225). Þó að
Þorvaldur hafi afplánað sekt sína þrjá vetur erlendis lifir hefndar-
þörfin góðu lífi með bræðrunum. Þegar Hrafnssynir brenna Þor-
vald inni, er Sturlu og föður hans Sighvati kennt um fjörráðið
(307-10:1228). Þorvaldur var tengdasonur Snorra, giftur Þórdísi
dóttur hans. Synir hans fullvaxta, Þórður og Snorri, leita því full-
tingis Snorra.
Sagan segir frá miklum sendingum og ferðalögum milli Vatns-
fjarðar og Reykholts og að auki hafi „dylgjur miklar [verið] með
Reykhyltingum og Sauðfellingum“(310:1228). Fregnir berast um
Dalina, heimabyggð Sturlu, að ófriður sé í aðsigi. Sturla ríður að
heiman sama dag og Þorvaldssynir koma í hagana við Sauðafell,
yfirgefur konu sína, nýfætt barn sitt og fjölskyldu, og skilur þau
varnarlaus eftir á Sauðafelli. I skjóli nætur dynur árásin yfir. Þor-
valdssynir grípa í tómt og segja í tvígang að Dala-Freyr sé fjarri
bústað sínum (311-14:1229). Sturla hikar þó við að hefna Sauða-
fellsfarar, þar sem hefndin hefði átt að beinast að verndara Þor-
valdssona, Snorra Sturlusyni, er lýst er sem hvatamanni fararinn-
ar. Sturla kýs fremur að sættast við bræðurna. Á þeim sáttafundi
er kveðin vísa um Sturlu (328:1230). Að tveimur árum liðnum
rofnar friðurinn. Bardagi er háður þar sem Sturla er í þriðja sinn
kallaður Dala-Freyr af Vatnsfirðingum. Þegar Sturla hefur örlög
Þorvaldssona í hendi sér eru þeir miskunnarlaust teknir af lífi
(335-43:1232).
Snorri gerir lítið úr vígum bræðranna þó að honum beri
skylda til hefnda. Hann vill ekki missa liðsinnis Sturlu Sighvats-
sonar og Sighvats á Alþingi í máli sínu við Kolbein unga, sem