Skírnir - 01.09.1992, Page 13
SKÍRNIR
FREYR FÍFLDUR
275
ing um að þessháttar kukl hafi brotið í bága við velsæmi kristinna
rithöfunda, sem þó varðveittu ýmsar frásagnir af guðum heiðn-
innar. Við höfum þó ástæðu til að ætla að meðal vinsælustu goða
íslendinga að fornu hafi verið frjósemisguðinn Freyr. Þór virðist
einnig hafa verið vinsælt goð í heiðni, en flest bendir til þess að
Óðinn hafi ekki verið blótaður af íslendingum nema í litlum
mæli.8
Torvelt er að ráða í þær sundurleitu heimildir sem við höfum
um heiðni á íslandi og mikilvægt að varast að draga af þeim of al-
mennar ályktanir. Fátækt íslenskra heimilda um heiðna fornöld
hefur þó hvatt fræðimenn eins og Magnus Olsen og Barða Guð-
mundsson til þess að beita mikilli hugkvæmni við túlkun örnefna.
Að mati þeirra má rekja ýmis íslensk örnefni til fornrar frjósem-
isdýrkunar. Þær athuganir gefa þeirri kenningu undir fótinn að
Freyr hafi verið vinsælt goð á Islandi.9
Fræðimenn hafa ennfremur gert tilraunir til að draga upp
mynd af frjósemisblótum til forna á grundvelli ýmissa heimilda,
eins og torræðra vísbendinga í eddukvæðum, sem og ýmissa
klausa um frjósemisdýrkun í frásögnum Tacitusar og Saxa, og
loks lýsingar Adams frá Brimum á hofinu í Uppsölum, sem talið
er hafa verið miðpunktur Freysdýrkunar í Svíþjóð.10 Hin
mennska gyðja virðist í sumum tilvikum hafa gegnt hlutverki
8 Sjá yfirlitsrit E.O.G. Turville-Petre. 1964, Myth and Religion of the North.
The Religion of Ancient Scandinavia, Weidenfeld & Nicholson: London, og
ennfremur grein þess sama um dýrkun Óðins, 1972. „The Cult of Óðinn in
Iceland", Nine Norse Studies, Viking Society: London, 1-19.
9 Magnus Olsen. 1928, Farms and Fanes in Ancient Norway. The placenames of
a country discussed in their bearing on social and religious history, Oslo, 292-7.
Barði Guðmundsson. 1959, „Skáld, svín, saurbýli", Uppruni íslendinga. Safn
ritgerða, Bókaútgáfa Menningarsjóðs: Reykjavík, 124-40. Varasamt er þó að
draga afdráttarlausar ályktanir af örnefnum um fornan átrúnað, eins og fram
kemur hjá Þórhalli Vilmundarsyni. 1992, „Kult eller ej“, Sakrale Navn.
Rapport fra NORNAs sekstende symposium i Gilleleje 30.11.-2.12. 1990, 35-
54.
10 Turville-Petre (1964:165-75) rekur mjög skilmerkilega hvar vísanir til Freys sé
að finna í fornum heimildum. Sjá ennfremur Ólaf Briem. 1963, „Vanir og
Æsir“, Studia Islandica 21, 22-29. Hér í greininni er ekki hirt um að geta allra
heimilda um Frey, heldur er vísað til þessara tveggja bóka um nánari tilvísanir
í heimildir.