Skírnir - 01.09.1992, Page 14
276
GUÐRÚN NORDAL
SKÍRNIR
brúðar Freys og samband hennar við goðið talið tryggja frjósemi
þess svæðis sem hofið þjónaði. I þætti af Gunnari helmingi í Flat-
eyjarbók er varðveitt skopstæling á þessháttar hugmynd um
Freysdýrkun. Gunnar helmingur kemur til Uppsala á flótta vegna
morðs sem hann hafði framið í Noregi. Kona ein væn hafði verið
valin sem kona Freys, er greyptur var inn í trélíkneski. Konan af-
ræður að fela Gunnar og kemur hann sér fyrir inni í líkneskinu
án vitundar annarra en konunnar. Þegar konan tekur að þykkna
undir belti eftir samveru við hinn mennska gervi-Frey, fagna
landsmenn og ár og friður ríkir.11 Fíugsanlegt er að í þessari frá-
sögn séu varðveittar leifar gamallar sagnar, sem einnig er hjá
Tacitusi, þar sem gyðjan og Freyr ferðast um í vagni og dreifa á
ferðalagi sínu farsæld um landið.
Það er ekki viðfangsefni þessarar greinar að lýsa hverjum aug-
um heiðnir menn litu Frey, heldur skýra hvaða hugmyndir
kristnir rithöfundar á tólftu og þrettándu öld gerðu sér um goðið.
Það er athyglisvert að í hugmyndum kristinna manna um Freys-
dýrkun er einkum lögð áhersla á þann þátt frjósemisdýrkunar-
innar sem snertir kynferðislegt samband Freys og gyðjunnar, eða
Freyju og hofgoðans. Saxi lýsir t.d. opinberum kynmökum í
tengslum við Freysblót í Svíþjóð til forna. I þessu sambandi er
ekki úr vegi að geta vísu úr Ragnars sögu loðbrókar, þar sem
samfarir karls og konu eru kallaðar stutt og laggott: „blót á heið-
in goð“.12
Elstu ritheimildir íslenskar frá upphafi tólftu aldar eru auðvit-
að verk kristinna höfunda. Landnáma varðveitir tilvísanir í starf
karla og kvenna í hofum og af henni er hægt að ráða að Freys-
dýrkun hafi tengst ákveðnum ættum. Nokkrar hofgyðjur eru
nefndar í ritinu og er hugsanlegt að þær hafi þjónað hofum Freys.
Magnus Olsen álítur t.a.m. að Freysdýrkun hafi verið í verka-
hring kvenna í heiðni, því Freysblót hafi að öllum líkindum svið-
11 Flateyjarbók 1. 1860, P.T. Mallings Forlagsboghandel: Christiania, 337-9.
12 Ragnars saga loðbrókar. 1943, Fornaldarsögur Norðurlanda I, ritstj. Guðni
Jónsson og Bjarni Vilhjálmsson, Bókaútgáfan Forni: Reykjavík, 6. kafli. Sjá
Barða Guðmundsson 1959:29.