Skírnir - 01.09.1992, Side 15
SKÍRNIR
FREYR FÍFLDUR
277
sett frjósemishjónaband guðsins og gyðjunnar.13 Dýrkunin hefur
að mati Olsens verið mjög persónuleg, í smáum sem stórum vist-
arverum, hörgum sem hofum, og ef sú hugmynd hans hefur ein-
hvern sannleikskjarna, hefur verið torvelt að brjóta svo rótgróna
dýrkun á bak aftur við kristnitökuna.
Áður en við snúum okkur að ímynd Freys eins og hún birtist
okkur í þrettándu aldar ritum, eins og Islendinga sögu Sturlu
Þórðarsonar og Snorra-Eddu, skulum við nema staðar við Land-
námu. Sú gerð hennar sem aðallega verður gerð að umtalsefni er
Sturlubók, sem talið er verk Sturlu Þórðarsonar. Ef rýnt er í þær
sundurlausu tilvísanir sem varðveittar eru um Frey og dýrkun
hans í ritinu, má kryfja nokkrar sérkennilegar frásagnir af konum
í ritverkinu. Tvær frásagnir skera sig úr.
Fyrri frásögnin skýrir frá dauða Sigríðar Þórarinsdóttur, konu
Illuga hins rauða. Málsatvik eru þau að Illugi kaupir við Hólm-
Starra, eins og sagan segir „bæði lpndum ok konum ok fé pllu".
Illugi flytur búferlum og tekur sér nýja konu. Sigríði ber að eiga
Hólm-Starra, en hún hengir sig í hofinu áður en af því verður
„því at hon vildi eigi mannakaupit".14 Eins og Olsen tekur fram,
á sjálfsvíg Sigríðar sér enga hliðstæðu í íslenskum bókmenntum
og hann álítur að ástæður þess séu ekki einungis persónulegar,
heldur ennfremur trúarlegar. Hann leiðir að því getum að Sigríð-
ur hafi ekki kært sig um hinn nýja eiganda Hofstaða og hofsins,
sem eiginmann sinn, og því hefnt sín með því að saurga hið
heilaga vé Freys.15
Hin frásögnin á að mínu mati skilið nánari umfjöllun, en það
er sagan um Hallgerði Tungu-Oddsdóttur. Hún hefur ekki verið
í frumgerð Landnámu, heldur var henni líklega skotið inn í hana
af Sturlu Þórðarsyni á þrettándu öld. Sögnin er ekki varðveitt í
annarri heimild og því ekki vitað hvar hún hefur upphaflega átt
13 Olsen 1928:295: „Frey, and his cult through the ministrations of a priestess,
were being forced into the background, away from public life. But privately
the worship of Frey long retained its firm hold on the more conservative part
of the population of Iceland above all on the women.“
14 Landnáma. 1968, íslenzk fornrit I, ritstj. Jakob Benediktsson, S(Sturlubók) 41,
H(Hauksbók) 29.
15 Olsen 1928:292-3.