Skírnir - 01.09.1992, Page 19
SKÍRNIR
FREYR FÍFLDUR
281
ámælisvert og seinna illskýranlegt.24 Víg Hallgerðar var því betur
hulið ryki gleymskunnar.
Þessi frásögn kynni því að varðveita leifar gamallar frásagnar
um raunverulega togstreitu eiginmanns við Frey um hylli konu
sinnar, sem Sturla Þórðarson og aðrir sagnaritarar felldu að við-
teknum frásögnum um vanda í sambýli karls og konu. Refsing
Hallbjarnar er einmitt sú sama og Skírnir hótar Gerði þursadótt-
ur, þegar hún vill ekki þýðast Frey og fara til Ása:
Sér þú þenna mæki, mær,
mióvan, málfán,
er ek hefi í hendi hér?
hgfuð hpggva
ek mun þér hálsi af,
nema þú mér sætt segir.25
Gerður skelfist ekki þessi ógnaryrði Skírnis því að hún veit að
hún er honum of dýrmætur fengur. Henni bregður fyrst þegar
Skírnir hótar að drepa bróður hennar.
Sagan um Hallgerði og Hallbjörn í Sturlubók Landnámu er
hins vegar dæmigerð þrettándu aldar skýring á víginu. Gefið er í
skyn að Hallgerður hafi verið manni sínum ótrú. Við getum deilt
um hvort ástmaður hennar hafi verið goðið Freyr eða Snæbjörn
galti. En eftirtektarvert er að ástmaðurinn er hnyttilega kenndur
við dýr Freys, göltinn sjálfan, og gæti því í nafninu verið falin til-
vísun í Frey, sem seinna hefur glatast.26
En vísan, hárið og jafnvel nafn brúðarinnar er felur í sér nafn
Gerðar, gefa okkur tilefni til að rökstyðja óvenjulegri skýringu.
Slíkt víg hlaut að eiga djúpar rætur.
24 Hœnsa Þóris saga, Islenzk fomrit III (1938), útg. Sigurður Nordal og Guðni
Jónsson, 1. kafli.
25 Skírnismál 23, Eddadigte II. Gudedigte, Nordisk Filologi ser. A.7, útg. Jón
Helgason, Kobenhavn.
26 Sjá annarskonar umfjöllun um þessa frásögn: Gunnar Benediktsson. 1951,
„Snæbjörn galti“ Skímir 125,131-44.