Skírnir - 01.09.1992, Síða 20
282
GUÐRÚN NORDAL
SKÍRNIR
3
Hægt er að öðlast innsýn í hugmyndaheim Sturlungaaldar með
því að skoða hvernig hinum fornu goðum reiddi af í ritum og
kveðskap á þeim tíma. Óðinn, sem líklega var ekki dýrkaður að
ráði á Islandi, er magnaður upp í kristnum skáldskap. Honum
bregður fyrir í ótal myndum bæði í kveðskap og sögum, oft í
gervi Satans sjálfs.27 En þrátt fyrir að Freyr hafi að öllum líkind-
um verið vinsæll guð í heiðni vitum við næsta lítið um hann og er
honum tíðum lýst á einhæfan og fábreytilegan hátt.
Þorri allra tilvísana í Frey í íslendingasögum, svo sem í
Hrafnkötlu, Gísla sögu, Vopnfirðinga sögu og Vatnsdælu segja
okkur lítið um blót hans.28 Að baki þeirra er þó hægt að greina
hinn goðsögulega bakgrunn sem þær eiga glögglega rætur sínar í.
En sagnaritararnir láta sér nægja stuttaralegar og torræðar tilvís-
anir í frjósemisdýrkunina, sem eru ekki skiljanlegar nema að les-
andinn hafi djúpan skilning á heiðninni, og af þeim sökum hafa
þær oft farið forgörðum.29
Snorri Sturluson á líklega drýgstan heiður af varðveislu eddu-
kvæða.30 Nokkur þeirra, eins og Lokasenna, Grímnismál og sér í
lagi Skírnismál - þar sem sagt er frá för skósveins Freys, Skírnis,
til jötunheima - leggja áherslu á holdlegar fýsnir Freys. í Loka-
sennu er t.a.m. frá því sagt að hann hafi átt börn með hálfsystur
sinni Freyju, sem var ekki forboðið með Vönum.31 Snorri fléttar
27 Peter Foote. 1984, „Observations on syncretism", Aurvandilstá. Norse Studies,
Odense University Press, 95-99.
28 Turville-Petre (1964:165-8) rekur heimildir um Frey í íslendingasögum.
29 Preben Meulengracht Sorensen. 1992, „Freyr i islændingesagaerne", Sakrale
Navne. Rapport fra NORNAs sekstende symposium i Gilleleje 30.11.-2.12.
1990, 55-75. Hann gerir glögga grein fyrir hinum goðsögulega bakgrunni í
þessum sögum.
30 Sjá eftirfarandi yfirlitsgrein um þessi ritstörf Snorra: Óskar Halldórsson. 1979,
„Snorri og Edda“, Snorri átta alda minning, Sögufélag: Reykjavík, 89-111.
31 Lokasenna 41-44, Skírnismál (allt kvæðið), Grímnismál 5, 43. Sjá útg. Jóns
Helgasonar á þessum kvæðum (sbr. nmgr. 25). Sjá nýlega rannsókn Gro
Steinsland á Skírnismálum. 1991, Det hellige bryllup og norren kongeideologi.
En analyse av hierogami-myten i Skírnismál, Ynglingatal, Háleygjatal og
Hyndluljóð, Solum Forlag.