Skírnir - 01.09.1992, Síða 23
SKÍRNIR
FREYR FÍFLDUR
285
maður, Sveinn að nafni, „hafði tekið lokur frá hurðum og gengið
út og segja Dalamenn að hann væri njósnarmaður, en hann duldi
þess og hyggjum vér sannara vera, því að hann var kominn að
utan af Snæfellsnesi" (311:1229). Sturla Þórðarson segir ekki ber-
um orðum að Rauð-Sveinn þessi hafi verið í vitorði með árásar-
mönnum, en átthagar hans benda þó til einhverra kunnugleika
við Þorvaldssyni.
Atlögumenn ganga með brugðnum sverðum í bæinn og
höggva hvert rúm - nema rúm það sem Guðný dóttir Sturlu og
Solveigar hvíldist í - og koma loks að lokrekkju Sturlu:
Þeir Þórður gengu að lokrekkjunni og hjuggu upp og báðu Dala-Frey þá
eigi liggja á laun. En er hurðin lyftist gekk Þórður í lokrekkjuna og lagði
í rúmið. Þá fann hann, at engi var maður í rúminu. Og sagði hann svo
síðan er um var talað, að því hefði hann fegnastur orðið er hann kom að
hvílunni og hann ætlaði að Sturla myndi þar vera en hinu ófegnastur er
hann var eigi þar. Sneri hann þá ofan (312:1229).
íhugum til samanburðar frásögn Gísla sögu Súrssonar, þegar
Gísli Súrsson drepur Freysgoðann Þorgrím Þorsteinsson. Þor-
grímur hafði um daginn haft veislu og blótað Frey. Gísli gengur
óáreittur inn í bæinn í skjóli nætur þar sem Geirmundur hafði
tekið lokur frá hurðunum. Gísli leggur síðan Þorgrím spjóti þar
sem hann Hggur í lokrekkju sinni við hlið systur Gísla, Þórdísar
Súrsdóttur.37 Jón Hnefill Aðalsteinsson telur það enga tilviljun að
Freysgoðinn sé drepinn í rúmi sínu rétt á eftir ástarleik. Hér sé
um að ræða beinar tilvísanir í blót hans til frjósemisguðsins.38
Þórdís hrekkur upp við vígið og finnur mann sinn veginn við hlið
sér. Á sama hátt uppgötvar Guðrún Gjúkadóttir Sigurð Fáfnis-
37 Gísla saga Súrssonar. 1943, Islenzk fornrit VI, útg. Björn K. Þórólfsson og
Guðni Jónsson, 15. og 16. kafli.
38 Jón Hnefill Aðalsteinsson. 1991, „Old Norse Religion in the Sagas of Iceland-
ers“, Gripla 7, 314-21. Sjá einnig Preben Meulengracht Sorensen. 1986,
„Murder in marital bed. An attempt at understanding a crucial scene in Gísla
saga“, Structure and Meaning in Old Norse Literature. New Approaches to
Textual Analysis and Literary Criticism, ritstj. John Lindow o.fl., Odense
University Press, 235-63.