Skírnir - 01.09.1992, Side 24
286
GUÐRÚN NORDAL
SKÍRNIR
bana veginn í Sigurðarkviðu hinni skömmu og lítur mann sinn, er
hún kallar Freys vin, aldreyrugan við hlið sér í rekkjunni.39
Hvorki Sturla né Solveig eru í lokrekkjunni, en leiða má að
því getum að Þorvaldssynir hafi einmitt ætlað að niðurlægja
Sturlu með því að vega hann sofandi í rúmi sínu. Það er kannski
engin tilviljun að Þorvaldssynir eru ættaðir frá Vestfjörðum,
sögusviði Gísla sögu. Nafngiftin Dala-Freyr hefur á sér kunnug-
leikablæ og ber með sér að hún hafi verið notuð áður, líklega í
spotti, jafnvel í þeim dylgjum sem gengu milli bæja fyrir aðförina.
Þegar bræðurnir koma til Solveigar endurtaka þeir frýjun sína:
Þeir gengu að hvílu Solveigar með brugðnum og blóðgum vopnum og
hristu að henni og sögðu að þar voru þau vopnin er þeir höfðu litað
lokkinn á honum Dala Frey með, en af öllu saman, skapraun hennar og
sjúkleika, þá brá henni nokkuð við slík orð.
(312:1229)
Solveig hafði fætt dóttur skömmu áður og er því hjá móður
sinni í stofu. Þessi orðræða er sérkennileg ef haft er í huga að Sol-
veig vissi mætavel að Sturla var víðs fjarri. En einmitt af þeim
sökum öðlast gælunafnið óvænta og dýpri merkingu. Nafnorðið
lokkur, af sömu rót og sagnorðið að lokka einhvern til fylgilags
við sig, er skýr tilvísun í útlit Sturlu, sem vann hylli Solveigar.40
Sturla hefur verið glæsimenni og skrautmaður, eins og höfundur
sögunnar ýjar að þegar Sturla kemur til Alþingis eftir Sauðafells-
för: „hann var í rauðri úlpu og hygg eg að fáir muni séð hafa
rösklegra mann“ (321:1229).
Hárprýði - eða öllu heldur hárgróska - ber merki um frjósemi
og vegsæld. Hálfdán svarti, faðir Haralds hárfagra eða lúfu, fór í
svínabæli að sofa því þar var best að dreyma. Svín tengjast einnig
Freysdýrkun sterkum böndum og má segja að draumurinn vaxi
‘hár fram af hári’:
39 Sigurðarkviða in skamma 24: „Sofnuð var Guðrún / í sæingo, / sorga laus, / hiá
Sigurði; / enn hon vacnaði / vilia firð / er hon Freys vinar /flaut i dreyra.“ í
Edda. Die Lieder des Codex Regius I. Text. 1962, útg. Neckel/Kuhn, Carl
Winter Universitatsveriag: Heidelberg.
40 Jan de Vries. 1962, Altnordisches Etymologisches Wörterbuch, E.J. Brill: Leiden,
sjá: lokkr og lokka, 356.