Skírnir - 01.09.1992, Page 25
SKÍRNIR
FREYR FÍFLDUR
287
Honum sýndisk sem hann væri allra manna bezt hærðr, ok var hár hans
allt í lokkum, sumir síðir til jarðar, sumir í miðjan legg, sumir á kné,
sumir í mjgðm eða miðja síðu, sumir eigi lengra en á háls, en sumir ekki
meirr en sprottnir upp ór hausi sem knýflar, en á lokkum hans var hvers
kyns litr, en einn lokkr sigraði alla með fegrð ok ljósleik og mikilleik.41
Fegurð lokkanna skírskotar til farsældar afkomenda Hálfdán-
ar í konungssætinu. Síðasti lokkurinn táknar auðvitað Ólaf helga.
Sonur Hálfdánar trúði á hamingju hársins og skar það ekki fyrr
en að honum hafði tekist að sameina Noreg.42 Hárprýði tengist
þannig trú á hagsæld höfðingjans og hamingju í stjórn ríkis síns,
en slík konungsgæfa var í heiðni nátengd frjósemisdýrkun.43
-Með þessum ummælum sínum draga Þorvaldssynir ekki ein-
ungis í efa glæsileika Sturlu og kvenhylli, heldur miklu fremur
karlmennsku hans og veraldlegt vald, sem nú hefur beðið hnekki.
Sturla ver ekki konu sína fyrir ágangi annarra. Með því að brjót-
ast inn í lokrekkju hjónanna, frjósemisvöllinn sjálfan og saurga
hann, hefur lokkur Dala-Freys verið stýfður.
Þegar innbrotsmennirnir tygja sig til brottferðar, kveður
Þórður Solveigu með tilfinningaþrungnum orðum:
Þeir tveir hlutir hafa orðið annan veg en eg ætlaða, er eg fann eigi Sturlu
en sá annar, er þú ert eftir, Solveig og eigi myndi það vera ef eg mætti
með þig komast. ( 313:1229)
Konan Solveig er enn í brennidepli deilunnar. Þórður er treg-
ur til að taka hana með sér nema koma manni hennar fyrst fyrir
kattarnef. Þegar Sturlu berast fréttirnar af næturárásinni situr
hann í laugu á Stað í Hrútafirði. Hann spyr einungis: „hvort þeir
gerðu ekki Solveigu. Þeir sögðu hana heila. Síðan spurði hann
41 Flálfdánar saga svarta. 1941, Heimskringla 1, Islenzk fornrit XXVI, útg.
Bjarni Aðalbjarnarson, 7. kafli.
42 Haralds saga ins hárfagra. 1941, Heimskringla 1, íslenzk fornrit XXVI, útg.
Bjarni Aðalbjarnarson, 4. kafli.
43 Svava Jakobsdóttir (1988:236-7) rekur þessar hugmyndir með tilliti til írskra
goðsagna, og er líklegt að í íslenskum eddukvæðum (Skírnismálum) felist til-
vísanir í þetta gæfuþrungna samband.