Skírnir - 01.09.1992, Page 26
288
GUÐRÚN NORDAL
SKÍRNIR
engis“ (314:1229). Solveig er einnig efst í huga hans. Hún er sam-
ofin þjóðfélagslegri virðingu hans. Það er ljóst af Sturlungu að
brottnám kvenna eða fíflingar, sérstaklega ef þær báru ávöxt í
barni, niðurlægðu eiginmennina.44 Þeir urðu að hefna slíkrar nið-
urlægingar á sama hátt og hvers kyns spotts og háðs.
Næsta sumar er settur sáttafundur á milli Þorvaldssona og
Sturlu. Nóttina fyrir fundinn er kveðin einkennileg vísa um
Sturlu Sighvatsson. Sturla Þórðarson kýs að láta liggja milli hluta
hver yrkir hana, en nefnir einungis að skáldið sé einhver Ólafur.
Ólafur hvítaskáld er eitt þriggja þekktra skálda sem til greina
koma sem höfundar vísunnar. Ástæða þess að fulls höfundar-
nafns er ekki getið kann að vera hið tvíræða efni vísunnar, enda
varðar hún ákvæði Grágásar um níð. Hún hljóðar svo:
Höldum vér of hildar
hyrrjóðanda fróðum,
nýtir hann að hreyta,
höfuðvörð, móins jörðu,
meðan hreggstærir hýrri
hjálma þings í bingi
skóðs hjá sinni leiku
svo kátr unir gáti (328:1230)
(Vér höldum höfuðvörð of fróðum hildar hyrrjóðanda (manni), hann
nýtir (er vanur) að hreyta móins jörðu (gulli), meðan hjálma skóðs
hreggstærir (maður) unir svo kátr gáti þings (nautnafundar) í bingi
(rúmi) hjá hýrri leiku (ástmey) sinni.)
í fyrri helmingi vísunnar er Sturlu lýst sem örlátum höfðingja
og standa menn vörð um næturstað hans. Lýsingarorðið fróður
þýðir í flestum tilvikum í kveðskap vitur maður, en þareð vísan á
rætur sínar að rekja til sama jarðvegs og uppnefni Sturlu, gæti hér
verið á ferðinni önnur skírskotun til Freys, þ.e. til frjósemishlut-
verks hans.45
44 Sjá eftirfarandi dæmi í Islendinga sögu um niðurlægingu eiginmanns: Bergþór
Jónsson þegar Bárður Snorrason getur barn við konu hans (279:1222); Jón
Þorleifsson þegar Ari Oddvakursson á barn með konu hans (325:1229).
45 Sjá Ynglingasögu, 10. kafli: Fróðafriður Freys.