Skírnir - 01.09.1992, Page 27
SKÍRNIR
FREYR FÍFLDUR
289
Síðari helmingurinn tekur einmitt upp þann þráð. Meðan
vökumennirnir standa vörðinn deilir Sturla bing sínum með
ónafngreindri „leiku“, ástkonu sinni. Eg nefndi hér að framan að
kenningin leikur Freys hefur ýmist verið túlkuð sem blót Freys
(kynmök) eða sem bardagi. En merking sagnorðsins og nafnorðs-
ins ‘leika’ getur bersýnilega tengst kynlífi þó að Freyr þurfi ekki
að koma þar nálægt.46 Solveig hefur ekki verið nefnd á nafn í för-
inni og er því slegið á tvíræða strengi um ástarlíf Sturlu. Kenning-
in „gáti þings“, sem merkir nautnafundur, er óvenjuleg. Gát kem-
ur aðeins fyrir á einum stað öðrum í varðveittum fornum kveð-
skap, í Háttatali Snorra.47 Þessi vísa undirstrikar þá tvo þætti í
lýsingu Snorra á Frey í Snorra-Eddu, sem vitnað var til hér að
framan, örlæti hans og frjósemi, en í vísunni eru þessir sömu eig-
inleikar felldir að Sturlu.
Vísan kemur eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Ekkert í frá-
sögninni styður hana og engin athugasemd er gerð við tvíræðni
orðalagsins. Á sáttafundinum krefst Sturla himinhárra skaðabóta
og getur Þórður Þorvaldsson þá ekki orða bundist:
Víst er fégjald mikið [...] en vel ann eg þeim er við tekur. Uni eg betur
við þenna hlut en að taka þetta fé fyrir þvílíkar tilgerðir ef eg þasttumst
vera þvílíkur maður sem Sturla (328:1230).
Eins og vænta mátti kann Sturla ekki að meta svarið. Hann
skilur háðið. Þórður dregur dár að manndómi Sturlu, og finnst
hann mæla dýru verði þá karlmennsku, sem ekki reyndi á þegar
mikið var í húfi.
Friðurinn stendur þó í þrjú ár. Á þeim árum dvelur Sturla Sig-
hvatsson meðal annars hjá Snorra við uppskriftir bóka. Hann
hefur þá kannski fræðst sitthvað um eddukvæði og goðsögur og
komist að raun um að viðurnefni hans, sem líklega var til fundið í
Snorragarði, gæti falið í sér níðskáar tilvísanir.
Fregnir berast að Þórður virði ekki ríki Sturlu á Vestfjörðum
og gangi hart að þingmönnum hans. Hann treystir ef til vill á að
46 Sbr. Lexicon Poeticum, sjá: leika.
47 Háttatal 11. 1900, íSnorri Sturlusons Edda, útg. Finnur Jónsson, Kobenhavn.