Skírnir - 01.09.1992, Page 29
SKÍRNIR
FREYR FÍFLDUR
291
eins rætur í hefnd vegna Sauðafellsfarar, heldur ennfremur í níði
þeirra um hann sjálfan; bæði í þeirri frýjun sem felst í viðurnefn-
inu Dala-Freyr og í vísunni. Hegðun hans í bardaganum sýnir
fum hans og fát. Vægðarlaus aftaka bræðranna er unnin í bersýni-
legri óþökk manna hans.48
Þessi kapítuli í deilu Snorra og Sturlu fær snöggan endi, þareð
Snorri þarf á stuðningi Sturlu og Sighvats að halda á næsta Al-
þingi. Þar var samið um giftingu Órækju Snorrasonar og Arn-
bjargar Arnórsdóttur. Sá ráðahagur styrkti Kolbein í sessi á
Norðurlandi, í beinni andstöðu við Sighvat Sturluson. Vera Ó-
rækju á Vestfjörðum ógnaði veldi Sturlu. Rán hans á þingmönn-
um Sturlu urðu til þess, að Sturla hrakti Snorra af setri sínu og
rak honum síðan hinsta niðurlægingarhöggið með því að hálf-
gelda Órækju. Meðan á þeim verknaði stendur „bað Sturla hann
að minnast Arnbjargar" (381:1236). Eins og Sorensen rökstyður
eru þessi orð Sturlu ekki valin af handahófi. Hjúskapur Arn-
bjargar og Órækju olli einmitt því róti sem fylgdi í kjölfar víga
Þorvaldssona og með því að tengja geldinguna beinlínis við sam-
lífi Órækju og Arnbjargar, niðurlægir Sturla veraldlegt vald
Órækju, og þar með föður hans Snorra, sem vélaði um það.49
5
Hin torræða og óvænta samlíking höfðingjans Sturlu Sig-
hvatssonar við Frey sýnir að frjósemisguðinn var nægilega þekkt-
ur á Sturlungaöld, til að uppnefnið hitti í mark. En ímynd hans
var þá orðin nokkuð frábrugðin því sem hún var í heiðni. Á
heiðnum tíma hefði verið goðgá að henda gaman að nafni sjálfs
frjósemisguðsins.50 Freyr var mikilvægur yrkjendum jarðarinnar
þar sem hann réð yfir frjósemi hennar. Freysdýrkunin var þannig
48 Sjá nánari umfjöllun um hegðun Sturlu í bardaganum: Guðrún Nordal. 1989,
„Eitt sinn skal hverr deyja“, Skírnir 163, 172-94.
49 Sorensen 1980:103-5.
50 Jöran Sahlgren. 1918, „Det förbjudna namn“, Narhn ok bygd 6, 22-7.