Skírnir - 01.09.1992, Page 31
SKÍRNIR
FREYR FÍFLDUR
293
menn Óðins holdi klæddir. Turville Petre segir í grein um Óðin
að hann hafi verið goð kónga og skálda, og því ekki hentað bænda-
samfélagi Islands. En endurvakning hans og upphefð í þrettándu
aldar ritum er því ef til vill einmitt viðbrögð við auknu sambandi
við norsku hirðina, en hefur ekkert með heiðna trú að gera.
Við sjáum því móta fyrir goðtengdum andstæðum í valdatog-
streitu þrettándu aldar. Annars vegar stendur bændasamfélagið
sem dýrkaði Frey, þ.e. jörðina, og hins vegar þeir höfðingjar sem
litu til konungshirðar og blótuðu hinn slynga og brögðótta Óðin
í kveðskap sínum. Og Óðins menn fífldu Frey með því að draga
fram hugleysi hans og skort á karlmennsku, sem samræmdist
ekki stríðsgleði Sturlungumanna. Þessar andstæður eru vitaskuld
einungis táknrænar. Okkur er öllum ljóst að Sturla Sighvatsson er
ekki dæmigerður bóndi, en hann var ekki ljóðsmiður eins og
flestir frændur hans, að meðtöldum föður hans og hinum slungna
Gissuri Þorvaldssyni, er Sturla beið að lokum ósigur fyrir á Ör-
lygsstöðum.
Hin heiðnu goð voru þannig áhrifaríkar táknmyndir í því ætl-
unarverki skálds að fela í orðum hárbeitta gagnrýni á valdsmenn
aldarinnar. Þess vegna er það engin tilviljun að Sturla Þórðarson
hafi í reiði sinni yfir fullnaðarsigri Gissurar jarls Þorvaldssonar,
hirðmanns Noregskonungs, valið Gissuri Óðinsheitið Gautur í
síðustu vísu sögunnar, er hann kveður um svik jarlsins:
Rauf við randa stýfi
rétt inni eg það, svinnan
allt því að oss hefir vélta
Óðinn það er hét góðu.
Skaut sá er skrökmál flýtir,
skil eg hvað gramr mun vilja,
Gautr unni sér sleitu
slætr jarl við mér bœgi.
(Óðinn (þ.e. Gissur) rauf við svinnan (vitran) randa stýfi (mann) allt það
er hét góðu því að (hann) hefir vélta (svikið) oss. Rétt inni eg (hermi eg)
það. Slægr jarl sá er flýtir skrökmál (fer með lygar) skaut bœgi (stuggaði)