Skírnir - 01.09.1992, Page 33
HELGI ÞORLÁKSSON
Snorri goði og Snorri Sturluson
Kæmr menn og lágvaxnir, engir vígamenn
lýsing SNORRA goða, eins og hún er í Eyrbyggju, minnir á lýsingu
Snorra Sturlusonar í Sturlungu. Báðir voru ráðagjörðarmenn hin-
ir mestu en engir vígamenn. Þeir komu fram málum sínum með
kænsku, gerðu samninga og stofnuðu til mægða við valdamenn.
Slíkar mægðir munu í reynd hafa orðið Snorra goða drjúgar í
valdabaráttu og Snorri Sturluson ætlaðist sjálfsagt til að mægðir
við helstu höfðingja yrðu honum til framdráttar í pólitík. Báðir
voru vitrir og ágjarnir og umsvifamiklir í kvennamálum.
I Eyrbyggju segir um Snorra goða ma.: „Snorri var meðalmað-
ur á hæð og heldur grannlegur, fríður sýnum, réttleitur og ljóslit-
aður, bleikhár og rauðskeggjaður [. . .J".1
Læra má líkur fyrir því að Snorri Sturluson hafi hvorki verið
hávaxinn né þrekinn. Við sjáum hann á hlaupum á banadægri
sínu í Reykholti og þá var hann ekki þungfær, eins og Sigurður
Nordal benti á, og mun jafnan hafa verið léttur á sér. Sturla Þórð-
arson segir margt frá Snorra og ágæti hans en getur aldrei líkams-
burða og má taka það sem vísbendingu um að hann hafi ekki ver-
ið mikill vexti. Má benda á að sonur Snorra var Jón murtur og
nefndist svo af því að hann var lítill maður í æsku. Þá má og
benda á að stórbokkinn Knútur jarl Hákonarson í Noregi gerði
heldur lítið úr Snorra og öðrum íslendingum sem verið höfðu
með Skúla jarli, og er þá væntanlega átt við skáld hans. Þorgils
1 Eyrbyggja saga. Útg. Einar Ól. Sveinsson. (íslenzk fornrit IV, 1935), bls. 26
(fært til nútímastafsetningar). [Hér eftir nefnt ÍF IV]. Um aldur sögunnar sjá
Rory McTurk, „Approaches to the structure of Eyrbyggja saga“. Sagna-
skemmtun. Studies in Honour of Hermann Pálsson. Ritstj. Rudolf Simek,
Jónas Kristjánsson, Hans Bekker-Nielsen. (Wien 1986), bls. 231. Aldurinn er
óviss og verður látið nægja að segja sem svo að sagan sé frá miðbiki 13. aldar.
Skírnir, 166. ár (haust 1992)