Skírnir - 01.09.1992, Page 35
SKÍRNIR
SNORRI GOÐI OG SNORRISTURLUSON
297
hafi þótt sem Snorri „hefði til annars ætlað". Sturla Þórðarson og
samtímamenn hans hafa vafalaust séð í þessu skýringu á áralangri
óvild Snorra í garð Sturlu Sighvatssonar.5
Snorri gat líka dulið skoðanir sínar því að hann vingaðist
stundum við óvini sína þegar það hentaði honum, td. Sturlu Sig-
hvatsson. Og óhætt mun að segja að óvinum hans hafi þótt kenna
kulda af ráðum hans.
Líkingar með þeim nöfnum, Snorra goða og Snorra Sturlu-
syni, eru allmiklar og er forvitnilegt að kanna hvernig á þeim
stendur. Sumt hafa þeir átt sameiginlegt í raun en annað er tilbún-
ingur höfundar Eyrbyggju. Er hér gert ráð fyrir að sá eða sú sem
færði sagnirnar um Snorra goða á bókfell hafi mótað þær nokkuð
eftir eigin hugmyndum. Sá karl eða kona er hér nefndur höfund-
ur. Þess er spurt hér hvort verið geti að hann miði lýsingu sína á
Snorra goða við höfðingjann í Reykholti. Með svari við þessari
spurningu er reynt að varpa ljósi á vinnubrögð höfundar.
Lýsing Snorra goða og veldi hans
Hvernig var Snorra goða lýst í heimildum þeim sem höfundur
Eyrbyggju studdist við og hvað bjó hann til sjálfur? Sumt voru
munnmæli, annað vísur, ættartölur ofl. Eftirtalið hefur líklega
komið fram í heimildunum um Snorra goða:
1. Talinn hafa verið allvoldugur.
2. Myndaði vensl við fyrirmenn.
3. Sagður hafa verið mikill ráðagjörðarmaður og vitur.
5 Sigurður Nordal taldi að Sturla Þórðarson bæri Snorra frænda sínum yfirleitt
vel söguna í Sturlungu og lagði mikið upp úr skilningi hans á heiftúð og lang-
rækni í garð Sturlu Sighvatssonar sem átt hefði rætur í því að hnossið Solveig í
Odda féll Sturlu í skaut, sbr. Snorri Sturluson (Reykjavík 1920), bls. 8, 55-6.
Árni Pálsson taldi hins vegar að frásögn Sturlu væri „ónotaleg og meinleg" í
garð Snorra allt þar til kæmi að atriðum í lífsferli hans sem Sturla Þórðarson
hefði getað þekkt og munað sjálfur, eftir 1224. Honum fannst sennilegt að
Sturla hefði haft sagnir um lífshlaup Snorra fyrir 1224 einkum frá föður sín-
um, sbr. „Snorri Sturluson og íslendingasaga". Á víð og dreif. Ritgerðir
(Reykjavík 1947), bls. 114, 133-40, 145. Víst er að fólk sem Sturla Þórðarson
tók mark á hefur talið Snorra langrækinn og heiftúðugan en annað mál er
hvort það er réttur og maklegur dómur.