Skírnir - 01.09.1992, Síða 39
SKÍRNIR
SNORRI GOÐI OG SNORRI STURLUSON
301
ur eignast 22 uppkomin börn með, að því er virðist, sex konum,
þar af þrjú frilluborin, og er varla ástæða til að tortryggja aðalat-
riðin í ættartölum um þetta. Má þá minnast að Þuríður dóttir
Snorra var heimildarmaður Ara fróða og menn þykjast sjá mark
Ara á þætti þeim sem nefndur er Ævi Snorra goða og greinir ma.
frá barnsmæðrum Snorra og börnum.16 Hann hlýtur að hafa
eignast allt að 30 börn, miðað við líklega dánartíðni, og kvenholl-
ur mun hann hafa verið, ef ekki beinlínis fjöllyndur í kvennamál-
um.
Snúum okkur þá að fimmta atriðinu, hermennsku Snorra
goða. Til eru erindi úr kvæðaflokki um hann sem nefnist Hrafns-
mál í sögunni og er eignaður Þormóði Trefilssyni en þeir Snorri
eiga að hafa verið samtíðarmenn. Utgefandi Eyrbyggju, Einar
Ólafur Sveinsson, ber ekki brigður á að þetta geti verið rétt.17
Eiginlegur aldur vísnanna skiptir ekki höfuðmáli hér heldur hitt
að þær munu vera eldri en sagan. Sérkennilegt við þessi erindi úr
Hrafnsmálum og aðrar vísur eignaðar Þormóði er að Snorra er
þar lýst sem miklum hermanni. Hann er „fólksvaldi" sem felldi
hermann, hann er „hinn fólkrakki“, hann er „hinn móðbarri“ og
hann er „þrekstærir".18 Þetta eru að vísu venjubundin stef í höfð-
ingjakveðskap en hefðu etv. verið hæpið lof ef Snorri hefði verið
kunnur að vopnfælni.
í fyrrnefndum Máhlíðingavísum, sem ortar eru í orðastað
Þórarins svarta, etv. á 12. öld, kemur og fram að Snorri hafi verið
kempa mikil. Þórarinn segist sjálfur hafa vegið mann og rekið af
sér slyðruorðið, hvað svo sem sverðaeigandinn Snorri segi um
það við vinkonu sína. Hér virðast vera settar fram andstæður,
annars vegar Þórarinn sem talinn var hafa kvennaskap en þykist
hafa sannað hugdirfð og karlmennsku með vígi, og hins vegar
hermaðurinn Snorri sem spjallar við ástkonu sína um hugleysi
annarra.19 Virðist ætlunin að draga fram að þeir Þórarinn hafi
verið andstæður hvað varðaði hugdirfð og vopnaburð, áður en
16 ÍF IV, bls. xi-xiii, 185-6.
17 ÍF IV, bls. 67 ( 124, 156, 168) ogx.
18 ÍFIV, bls. 67, 102,156, 168.
19 ÍF IV, bls. 43-4.