Skírnir - 01.09.1992, Síða 46
308
HELGIÞORLÁKSSON
SKÍRNIR
fremur en að láta til skarar skríða.41 Þegar nánar er að gætt kemur
í ljós að þeir nafnar eiga þetta sammerkt. Hér má benda á dæmi
sem dregið hefur verið fram til vitnis um skort Snorra á skör-
ungsskap og jafnvel kjarkleysi; þingmenn Snorra í Víðidal og
Miðfirði virtu orð hans að vettugi og honum féllust hendur þegar
þeir börðust á sáttafundi á Mel í Miðfirði. Óþekktur bóndi þoldi
ekki aðgerðaleysi Snorra og fann ráð til að skilja þá að sem börð-
ust.42 Engu að síður er það Snorri sem stendur uppi sem sigur-
vegari, þeir sem deildu fólu honum að gera um málin og Snorri
varð öðrum höfðingjum voldugri í Vestur-Húnaþingi. Sú skýring
er nærtæk að það hafi beinlínis verið tilgangur Snorra að Víðdælir
og Miðfirðingar berðust til að losnaði um spennu og hann fengi
síðan tækifæri til að gera um málin og ganga þannig frá að friður
héldist. Það var Snorri sem stefndi þeim Miðfirðingum og Víð-
dælum til fundar á Mel, þar sem þeir börðust, en hann fór þangað
fámennur. Þetta gæti bent til að hann hafi hugsað sér að láta þá
berjast. Afstaða bóndans veldur því hins vegar að fræðimenn fara
að álykta um skort Snorra á skörungsskap og telja hann hafa ver-
ið smeykan í vopnaskaki.
Svona er um fleiri dæmi þar sem Snorri Sturluson lætur undan
síga eða hefst ekki að. Þau virðast bera vott um skort á skörungs-
skap og jafnvel hugleysi en það sem upp úr stendur er að Snorri
varð öðrum höfðingjum voldugri. Kannski var Snorri of veik-
byggður til að vega með sverði og kannski var hann beinlínis líf-
hræddur og kjarklaus, eins og haldið hefur verið fram. En hann
komst upp með það lengi vel því að engin skömm virðist hafa
þótt á 13. öld að láta aðra berjast fyrir sig í smáskærum, svo sem
þegar kappinn sjálfur, Sturla Sighvatsson, horfði á menn sína
murka lífið úr Vatnsfirðingum við stakkgarðinn í Dölum. Fyrir
1235 voru bardagar sjaldnast meira en smáskærur, en mikið
reyndi þá á að menn væru fjölmennir á alþingi og undir þessum
kringumstæðum var Snorri Sturluson öðrum leikseigari. En þegar
kom að því að hann þurfti að fara fyrir miklum her í bardögum,
þar sem allt gat gerst og grjótið flaug, eins og var tíðast frá um
41 Sigurður Nordal, tilv. rit, bls. 53 oáfr. Árni Pálsson, tilv. rit, 185 oáfr.
42 Sigurður Nordal, tilv. rit, bls. 53.