Skírnir - 01.09.1992, Page 47
SKÍRNIR
SNORRI GOÐI OG SNORRISTURLUSON
309
1235, þá brást forysta hans. Slíkir stórbardagar voru nýjung í ís-
landssögunni og í Eyrbyggju reynir aldrei á að höfundur sýni
okkur Snorra goða undir slíkum kringumstæðum.
Skiljanlegt er að höfðingjar í héraðsríkjum á bilinu 1200-1235
hafi komið sér hjá að taka þátt í smáskærum en látið sérstaka
fylgdarmenn sína um það. Bændur í héraðsríkinu urðu að lúta
vilja þeirra og þeir höfðu herskáa og vígfima fylgdarmenn til að
halda uppi aga. Þess vegna komst Snorri Sturluson upp með
vopnfælni sína. Það er hins vegar ekki mjög sannfærandi að smá-
höfðingi eins og Snorri goði hafi getað leyft sér slíkt á hetjuöld án
þess að skerða virðingu sína.43
Þeir Snorri Sturluson og Snorri goði gerast ekki voldugir
vegna hetjuskapar og líkamlegrar hreysti. Þeir minna á ref sem fer
undan ef svo býður við og sækir að marki í krókum og bugðum.
Oft mistekst þeim en ná samt settu marki að lokum.
Þeir nafnar eru í stöðugu ráðabruggi, Snorri Sturluson er
sagður hafa sent þrjá flugumenn í Odda, víst til að reyna að koma
orkneyskum kaupmanni fyrir kattarnef en án árangurs. Þetta
minnir á Snorra goða sem amk. tvisvar er sagður hafa sent flugu-
menn gegn óvinum sínum til að drepa þá, en án árangurs.44
Stundum hvarflar að manni við lestur Eyrbyggju að höfundur
sé tvíbentur gagnvart ráðagjörðum Snorra goða. Hann leggur
áherslu á ráðagjörðir í ummælum eins og „ ... var Snorri ráða-
gjörðarmaður meiri og vitrari en Styr atgöngumeiri ..." eða að
hann hafi verið „djúpsær“ í ráðum.45 Jafnframt segir frá því
hvernig mistókst margt af því sem Snorri goði reyndi, ráð hans
dugðu stundum ekki og amk. tvisvar varð hann undir í málaferl-
um. En það er varla verið að gera lítið úr ráðagjörðum Snorra
goða heldur er verið að draga fram að stöðugt ráðabrugg hafi ver-
ið megineinkenni á pólitískum stíl hans.
Eins er um Snorra Sturluson. Samkvæmt Islendingasögu í
Sturlungu þóttust menn sjá merki þess að Snorri hefði staðið að
43 Jesse Byock ritar: „successful Icelanders like Snorri goði tried to avoid risking
their lives foolishly“, sbr. Feud in the Icelandic Saga (University of California
Press 1982), bls. 106.
44 ÍF IV, bls. 97-8, 116-18.
45 ÍF IV, bls. 75, 119
L