Skírnir - 01.09.1992, Side 49
SKÍRNIR
SNORRI GOÐI OG SNORRISTURLUSON
311
mynd af Snorra Sturlusyni sem hviklyndum og breyskum lista-
manni. Hvað sem þessu líður, þá minnir afstaða Snorra til Sturlu
Sighvatssonar mjög á samskipti þeirra Snorra goða og Þorsteins
goðorðsmanns á Rauðamel. Snorri var ákafur í að ná sáttum við
þennan mótstöðumann sinn á Þórsnesþingi, „ósmár í öllum sátt-
málum“, því að hann vildi ekki að Þorsteinn stefndi málinu til al-
þingis, „þóttist hann þá ærnu eiga að svara á alþingi að eigi væri
þessi mál að kæra“.50 Þrátt fyrir sættina sá Þorsteinn þann kost
vænstan að koma ekki framar á Þórsnesþing vegna veldis Snorra.
Og Snorri Sturluson vék, að því er virðist, aldrei frá því markmiði
sínu að skerða völd frænda síns, Sturlu Sighvatssonar, í Dölum
þótt hann sæi sér stundum hag í að vingast við hann.
Er Snorri Sturluson fyrirmynd ab Snorra goöa?
Fram er komið hversu margt er líkt með Snorra Sturlusyni og
Snorra goða og má telja líklegt að höfundur Eyrbyggju hafi mót-
að Snorra goða í mynd Snorra Sturlusonar. Varla er tilviljun að
hvorugur barðist með vopnum, enda er það sérstakt um höfð-
ingja á þjóðveldisöld. Eins er varla tilviljun að ríki Snorra goða er
gert svo mikið í Eyrbyggju að minnir á veldi stórgoða á 13. öld og
fræðimenn hafa bent á að hann reki úþenslustefnu að hætti
þeirra.
Höfundur Eyrbyggju hefur lagt Snorra goða til mörg einkenni
sem sennilegt er að hann sæki til Snorra Sturlusonar. Áður er get-
ið um útlit og langrækni og heiftúð en hér má bæta við valda-
græðgi, ágirnd, óvinsældum og þurri kímni.
Um valdagræðgina þarf vart að fjölyrða frekar. Jafnframt er
Snorri Sturluson þekktur fyrir ágirnd sína og hversu féfastur
hann var.51 Snorri goði var líka ágjarn og gaf systur sína Þóroddi
skattkaupanda, ættlitlum manni, sem var engin hetja en efnaður.
Snorri þá af honum veislur og gjafir.52 Skýrara dæmi um ágirnd
50 ÍFIV, bls. 156.
51 Um fégirnd Snorra og fastheldni á fé sjá Sigurður Nordal, tilv. rit, bls. 49, 69;
Árni Pálsson, tilv. rit, bls. 147, 183; Gunnar Benediktsson, tilv. rit, bls. 61,63.
52 ÍF IV, bls. 77, 132.