Skírnir - 01.09.1992, Side 50
312
HELGI ÞORLÁKSSON
SKÍRNIR
er þó að Snorri þá af Þórólfi bægifót Krákunesskóg og blandaði
sér þannig í deilur þeirra feðga, Arnkels og Þórólfs, þótt hann
þættist ekki ætla að gera það. Kannski mætti halda fram að með
þessu hafi hann fengið tilefni til að deila við Arnkel, keppinaut
sinn, en slík tilefni voru sjálfsagt ærin. Snorri girntist einfaldlega
skóginn eða eins og sagan segir, „þóttist mjög þurfa skóginn".
Lagalegar heimildir hans að skóginum voru þó líklega vafasamar
og tekið er fram í sögunni að þetta hafi mælst illa fyrir.53
Sigurður Nordal bendir á að Snorri Sturluson hafi ekki verið
vinsæll og kennir um kaldlyndi hans.54 Höfundur Eyrbyggju
dregur einmitt fram að vinsældir Snorra goða hafi farið vaxandi á
efri árum hans því að „þá fækkuðust öfundarmenn hans“.55 Með
þessu er líklega verið að segja að Snorri goði hafi lengi vel verið
óvinsæll. Eins og Sturla Þórðarson er tvíbentur í afstöðu sinni til
Snorra frænda síns, er höfundur Eyrbyggju tvíbentur gagnvart
Snorra goða. Hann sýnist dá Arnkel en virðist ekki hafa sérstakar
mætur á Snorra. Þannig fer Sturlu Þórðarsyni líka, hann dáir auð-
sæilega Sturlu Sighvatsson en hefur ekki neitt dálæti á Snorra,
föðurbróður sínum.56
Við fáum sennilega allgóða mynd af kímni Snorra Sturlusonar
með því að lesa Snorra-Eddu, þetta er oft þurr kímni og heldur
háðsk, td.: „En er úlfurinn spyrnir, þá harðnaði bandið og því
harðara er hann braust um, því skarpara var bandið. Þá hlógu allir
nema Týr. Hann lét hönd sína“. Þegar Þór gaf Magna syni sínum
og lífgjafa stólpagripinn Gullfaxa, sagði Óðinn að Þór gerði rangt
„er hann gaf þann hinn góða hest gýgjarsyni en eigi föður sín-
um“.57 Þess háttar þurra og háðska eða neyðarlega kímni leggur
höfundur Eyrbyggju Snorra goða til. Þegar einn af mönnum
Snorra varð fyrir spjóti, sagði goðinn: „Gott er að það sannast að
53 ÍF IV, bls. 85, 95. Jesse Byock hefur ritað allmikið um þessa skógarsögn í bók
sinni Feud. in tbe Icelandic saga, bls. 20, 154, 224.
54 Sigurður Nordal, tilv. rit, bls. 70-71, 73.
55 ÍFIV.bls. 180.
56 Freistandi er að telja Sturlu Þórðarson höfund Eyrbyggju. Hvað sem því líður,
verður að gera ráð fyrir að höfundur sögunnar hafi þekkt Snorra Sturluson
allvel.
57 Edda Snorra Sturlusonar. Utg. Guðni Jónsson (Reykjavík 1949), bls. 49, 131.